fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025
Fréttir

Greitt fyrir aðgengi Grindvíkinga að þjónustu í Reykjavík

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 15:36

Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur, Þórir Kjartansson öryggis- og húsvörður í Ráðhúsi Reykjavíkur og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur draga fána Grindavíkur að húni við Ráðhúsið. Mynd: Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarráð Reykjavíkur sendir bæjarstjórn Grindavíkur og Grindvíkingum öllum innilegar samstöðukveðjur vegna þeirra alvarlegu atburða sem hafa átt sér stað í Grindavík og óvissunnar sem nú ríkir þar. Þetta kemur fram í sameiginlegri bókun borgarráðs sem samþykkt var í dag og tilkynningu.

Í bókuninni segir einnig að vegna þessarar alvarlegu stöðu sé samstaða í borgarráði um að Reykjavíkurborg greiði götu bæjarstjórnar Grindavíkur og Grindvíkinga og aðstoði eins og hægt er. „Borgarráð lýsir jafnframt yfir þakklæti sínu í garð starfsfólks almannavarna, björgunarsveita og Grindvíkinga sjálfra sem unnið hafa sleitulaust að því að tryggja öryggi íbúa. Borgarráð býður starfsfólk Grindavíkurbæjar velkomið í Ráðhús Reykjavíkur og lýsir yfir eindregnum vilja til þess að aðstoða við þau brýnu verkefni sem framundan eru.“

Fannar og Dagur fallast í faðma
Mynd: Reykjavíkurborg

Vilji til að aðstoða eftir megni

Starfsfólk á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar hefur komið sér vel fyrir á annarri hæð Ráðhúss Reykjavíkur og í dag var fáni sveitarfélagsins dreginn að húni við Ráðhúsið. Við það tækifæri bauð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur Grindvíkinga formlega velkomna. „Fólk áttar sig oft ekki á því fyrr en á raunastundu hvað starfsemi sveitarfélaga er mikið lím í samfélaginu. Við viljum vera til staðar eftir fremsta megni og ég dáist að Fannari [Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur] og samstarfsfólki hans vegna framgöngu þeirra síðustu daga. Hjá borginni ríkir alls staðar vilji til að aðstoða eftir megni svo ekki hika við að benda okkur á hvað við getum gert. Velkomin!“ sagði Dagur meðal annars. Fannar þakkaði ómetanlegan stuðning og drógu þeir Dagur fána Grindavíkur að húni í sameiningu.

Vinnuaðstaða starfsfólks Grindavíkurbæjar í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Mynd: Reykjavíkurborg

Grindvíkingum boðið í sund, á söfn og á íþróttaæfingar

Fagsviðum borgarinnar og miðlægri stjórnsýslu verður falið að útfæra tillögur til að greiða aðgengi íbúa Grindavíkur að þjónustu Reykjavíkurborgar eins og kostur er og í samræmi við formlegar óskir almannavarna. Þá verður Grindvíkingum boðið að nýta sundlaugar borgarinnar og söfn sér að endurgjaldslausu og gildir hið sama um Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Börnum og ungmennum verður boðið á æfingar hjá íþróttafélögum án endurgjalds í samstarfi við ÍBR og UMFG og sérstaklega skoðað hvort koma megi á æfingum á vegum UMFG í samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.

Samgöngumál og íbúakort

Margir Grindvíkingar búa nú í það minnsta tímabundið á höfuðborgarsvæðinu og samþykkti borgarráð tillögu samgöngustjóra um tímabundna heimild til frávika frá reglum um íbúakort vegna neyðarástands.

Íbúar með lögheimili í Grindavík með tímabundna búsetu innan íbúakortasvæða geta sótt um íbúakort sem nánar er útfært í tillögu samgöngustjóra. Gildir heimildin frá samþykkt til 31. janúar 2024.

Beiðnir á grundvelli þessarar tímabundnu heimildar um afgreiðslu íbúakorta fara í gegnum þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111 eða á netfangið upplysingar@reykjavik.is, þaðan sem þeim verður komið áfram til úrvinnslu hjá Bílastæðasjóði.

Í beiðni um afgreiðslu íbúakorta þarf að koma fram nafn og kennitala viðkomandi, lögheimili og fastanúmer þess, yfirlýsing um tímabundinn búsetustað innan íbúakortasvæðis, tímabundið heimilisfang og tímalengd búsetu ef hún liggur fyrir, bílnúmer, netfang og símanúmer.

Uppfært

Í fyrri útgáfu fréttarinnar var texti um skólamál sem var hluti af tilkynningu um skipulag þjónustu við Grindvíkinga. Að ósk Reykjavíkurborgar hefur sá hluti tilkynningarinnar verið fjarlægður úr fréttinni þar sem hann var settur þar inn vegna mistaka en borgin segir að skipulag skólamála Grindvíkinga hafi enn ekki verið staðfest og verði með öðrum hætti en lýst var í þessum texta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Búa ekki á landinu og hafa ekki borgað fasteignagjöldin

Búa ekki á landinu og hafa ekki borgað fasteignagjöldin
Fréttir
Í gær

Aldraður lögfræðingur gagnrýnir Snorra – „Ég hef alltaf talið þá aum­ingja sem ráðast á minni mátt­ar“

Aldraður lögfræðingur gagnrýnir Snorra – „Ég hef alltaf talið þá aum­ingja sem ráðast á minni mátt­ar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jimmy Carter látinn

Jimmy Carter látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norður-Kóreumenn stráfelldir í Úkraínustríðinu – Enginn skeytir um örlög þeirra

Norður-Kóreumenn stráfelldir í Úkraínustríðinu – Enginn skeytir um örlög þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vinsælustu leitarorðin á Pornhub í ár – Mun minni áhugi á lesbíuklámi en undanfarin ár

Vinsælustu leitarorðin á Pornhub í ár – Mun minni áhugi á lesbíuklámi en undanfarin ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Söngvar Satans aftur í bókabúðir í Indlandi eftir 36 ára bann

Söngvar Satans aftur í bókabúðir í Indlandi eftir 36 ára bann