fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Sigríður býr í Grindavík og er ósátt við bankana: „Þetta boð til okkar er í besta falli samfélagslega siðfirrt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 10:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef bankastofnanir geta vogað sér að koma fram á þennan hátt við heilt samfélag í sárum og sparkað í liggjandi hund skulið þið vita eitt – þið eruð næst,“ segir Sigríður María Eyþórsdóttir, íbúi í Grindavík.

Sigríður skrifar grein sem birtist á vef Vísis í morgun þar sem hún gerir aðgerðir bankanna vegna atburðanna í Grindavík að umtalsefni.

Stóru bankarnir þrír hafa boðið Grindvíkingum upp á frystingu fasteignalána sem felur í sér að ekki er greitt af lánum. Í umfjöllun Heimildarinnar í gær kom fram að frysting íbúðalána feli í sér að vextir og verðbætur hvers gjalddaga setjast ofan á höfuðstól lánanna, en ekki þarf að greiða neitt af lánunum á meðan frystingu varir.

Vonandi tilraun til spaugsemi

Sigríður segir að „falsörlætistilboð“ bankanna um frystingu húsnæðislána hjá Grindvíkingum sem séu gagnsæ blekking til að nýta sér þær hörmungar sem nú dynja yfir heilt sveitarfélag.

„Í því öngþveiti sem myndast hefur í kjölfar jarðhræringa og fólksflótta frá svæðinu hefur hver stofnunin og fyrirtækið á fætur öðru, svo og örlátir einstaklingar sýnt sóma sinn og samstöðu við að styðja við bök flóttafólksins sem stendur nú frammi fyrir einum stærstu áskorunum lífs síns. Þar í hóp hafa nú bæst okkar ágætu lánastofnanir. Tilboð þeirra til okkar sem nú sjáum á eftir eigum okkar og lífsstarfi í glötun er það að náðarsamlegast frysta húsnæðislán okkar um tiltekinn tíma, með þeim skilyrðum þó að allar rentur og vextir falli á höfuðstól lána okkar og komi til greiðslu þegar frystingu lýkur. Vonast undirrituð að þetta sé tilraun til spaugsemi, til þess gerð að létta Grindvíkingum þrautagönguna sem fram undan er, enda svo vitfirrt boð að engum manni ætti að leynast að hér getur varla alvara legið að baki.“

Borgar 420 þúsund í vexti á mánuði

Sigríður bendir á að frysting hafi þann annmarka að minnka eigið fé í eigninni samhliða frystingu. Hún kveðst sjálf vera að borga 420 þúsund krónur á mánuði í vexti og ef hún þurfi að frysta lán sitt í eitt ár megi auðveldlega sjá að eign hennar hefur rýrnað mikið, eða um allt að fimm milljónum.

„Það vita allir sem vilja að bankastofnanir vinna ekki fyrir okkur sem greiðum lánin. Því fullyrði ég að þetta boð til okkar er í besta falli samfélagslega siðfirrt.“

Sigríður segir það sárt að átta sig á því að það væri skárri kostur að sjá eftir heimili sínu undir hraun eða ofan í gjótu en að sjá það standa heilt. „Hvernig sem fer virðist því vera að við munum missa heimili okkar og lífsviðurværi, á hvorn veginn sem fer, annað hvort í gegnum forgarð helvítis eða vera gleypt af hinum skrímslunum í mynd bankastofnana.“

Skorar á alla að bregðast við

Hún segir að krafan hljóti að vera tafarlaus frysting á lán Grindvíkinga án vaxta og verðbótasöfnunar um umsaminn tíma. Kallar hún á Alþingi Íslendinga og samfélagið allt til að koma í veg fyrir að tæplega 4 þúsund manns missi heimili sín og framtíð í kjaft auðvaldsins.

„Ég skora á stjórnaraðstöðuna, ég skora á alþingismenn alla, ég skora á kirkjuna, ég skora á verkalýðshreyfinguna, ég skora á félagasamtök, ég skora á almenning, ég skora á alla sem telja sig hafa sóma sem manneskjur að stöðva þetta ferli með öllu móti, hvort sem heldur er með mótmælum eða lagasetningum.“

Alla grein Sigríðar má lesa á vef Vísis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
Fréttir
Í gær

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi