fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Sænskur háskóli bannar mótmæli

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 16:30

Ein af byggingum Chalmers tækniháskólans í Gautaborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska ríkisútvarpið greinir frá því að Chalmers tækniháskólinn í Gautaborg hafi bannað allar mótmælasamkomur og veggspjöld sem fela í sér pólitísk mótmæli á lóð og í byggingum háskólans.

Bannið gildir fyrir hópa sem koma saman til að tjá pólitískar skoðanir á þann hátt að fólk sem á leið framhjá verði vart við skilaboðin.

Martin Nilsson Jacobi rektor skólans segir bannið sett á til að tryggja það að Chalmers verði staður þar sem hægt er að skiptast á hugmyndum og að þar sé rými fyrir ólík sjónarmið, skoðanir og blæbrigði. Hann segir háskólann verða að axla ábyrgð á því að standa vörð um slíkt.

Stúdentafélag Jafnaðarmannaflokksins hefur krafist þess að ákvörðunin verði dregin til baka. Það segir ákvörðun háskólans vera skaðlega fyrir lýðræðislega umræðu og einnig fyrir möguleika stúdenta á því að vera virkir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi.

SVT ræðir við nemanda við Chalmers sem heitir Faezeh Mohammadi. Hún segist vera frá landi þar sem tjáningarfrelsi og frelsi til mótmæla sé ekki til staðar sem hafi skapað gríðarleg vandamál en hún hafi talið fram að þessu að þetta ætti ekki við um Svíþjóð.

Borið hefur á mótmælum í Chalmers og öðrum sænskum háskólum að undanförnu vegna stríðsástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs.

Í háskólanum í Borås hefur lítill hópur nemenda gengið út úr tímum á hverjum þriðjudegi til að tjá skoðanir sínar á stríðinu milli Hamas og Ísraels. Matts Tinnsten, rektor skólans, segir að nemendurnir hafi upphaflega safnast saman í anddyri aðalbyggingar skólans en þeir hafi verið beðnir um að færa sig annað þar sem þeir hafi ekki tilkynnt mótmælin fyrirfram. Nemendurnir hafi eftir það safnast saman utan dyra á háskólasvæðinu. Háskólinn í Borås hefur hins vegar ekki lagt á bann við mótmælum eins og Chalmers tækniháskólinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út
Fréttir
Í gær

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi

Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi