fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Kvikan flæðir enn inn í kvikuganginn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 11:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofan var að senda frá sér nýja tilkynningu um stöðu mála í yfirstandandi jarðhræringum við Grindavík. Þar kemur fram að enn flæði kvika inn í kvikuganginn sem þar hefur myndast og að uppstreymissvæði kvikunnar sé talið vera við Sundhnúk, norður af Grindavík.

Í tilkynningunni segir að frá miðnætti hafi mælst um 800 smáskjálftar, langflestir um miðbik kvikugangsins við Sundhnúk á um 3-5 kílómetra dýpi. Skjálftavirknin hafi haldist stöðug frá 11. nóvember. Megin áhersla á vöktun skjálftavirkni sé áfram á svæði gangsins og Grindavíkur.

Aflögunarmælingar sýni áframhaldandi aflögun á svæðinu. Þær séu í samræmi við að kvika flæði enn inn í ganginn. Hluti kvikugangs virðist vera að storkna, einkum til jaðra en ekki við uppstreymissvæði kviku sem talið sé vera við Sundhnúk.

Mælingar á brennisteinsdíóxíð (SO2) virðist sýna hviðukennda afgösun vegna kvikugangsins, en frekari mælinga sé þörf því til staðfestingar. Greining þessara gagna sé nú í gangi í samstarfi við Chalmers háskólann í Svíþjóð.

Ljósleiðari HS Orku sem liggur frá Svartsengi vestur fyrir Þorbjörn og þaðan til Arfadalsvíkur sé nú nýttur sem samfelld jarðskjálftamælilína með mikilli næmni. Þetta sé ný tækni sem hafi þróast á síðustu árum og sé nú nýtt sem viðbótarmælingar í samstarfi við HS Orku og ETH í Sviss.

Á heildina litið virðist staðan vera óbreytt frá því í gær. Líkur á eldgosi séu enn taldar miklar. Komi til goss sé líklegust staðsetning við kvikuganginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti