fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Kirkjuhvoll nánast ónýtt – „Það hvarflaði aldrei að okkur að húsið væri svona illa farið“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 12:30

Húsið var löggustöðin í þáttunum Svörtu sandar. Mynd/Skaftárhreppur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarlegar skemmdir hafa komið í ljós í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Viðgerðir á húsinu myndu kosta 250 milljónir króna en óvíst er hvort farið verði í þær eða húsið rifið.

Bændablaðið greindi fyrst frá.

Sveitarstjórn Skaftárhrepps lét gera ástandskoðun á félagsheimilinu Kirkjuhvoli til þess að meta hvaða viðhaldsframkvæmdir þyrfti að gera. Fundust miklar rakaskemmdir og mygla í öllum byggingarsýnum.

Þorrablót og kvikmyndaupptökur

„Það hvarflaði aldrei að okkur að húsið væri svona illa farið,“ segir Einar Kristján Jónsson sveitarstjóri við DV.

Engin starfsemi er í húsinu dagsdaglega heldur er það notað undir viðburði svo sem þorrablót og veislur. Húsið hefur verið notað sem leikmynd fyrir kvikmyndaupptökur, meðal annars fyrir sjónvarpsþættina Svörtu sanda eftir leikstjórann Baldvin Z.

Einar segir að húsið hafi mögulega verið afgangsstærð í rekstrinum.

„Það er allt í lagi að vera í húsinu í stuttan tíma en ekki til langdvalar,“ segir Einar.

Verulegir fjármunir fyrir fámennt sveitarfélag

Aðspurður um hvers vegna húsið hafi farið svona segir hann þetta vera gamalt hús, byggt 1960, sem ekki hafi verið nógu vel við haldið í gegnum tíðina. Mögulega hafi það verið afgangsstærð í rekstri sveitarfélagsins.

250 milljónir króna kostar að gera það hættulaust fyrir starfsemi og það er að sögn Einars verulegir fjármunir fyrir fámennt sveitarfélag. Í Skaftárhreppi búa um 700 manns.

Sveitarstjórn hefur ekki tekið neina ákvörðun um húsið, hvort ráðist verði í framkvæmdir eða það einfaldlega rifið. En mikil eftirspurn er eftir lóðum fyrir ýmis konar starfsemi á Kirkjubæjarklaustri. Einar segist vona að ákvörðun verði tekin í vetur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú