Reykjavíkurborg hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að árleg tunnutalning hjá Sorphirðu Reykjavíkur hefjist í dag 15. nóvember og standi í nokkrar vikur. Hún byrji í Grafarvogi síðdegis og muni talning yfirleitt hefjast á þeim tíma.
Eru íbúar beðnir um að láta sér ekki bregða ef þeir rekast á einhvern telja í rökkrinu í merktu vesti með höfuðljós.
Byrjað verður að telja ruslatunnur í Grafarvogi, nánar tiltekið í Staðarhverfi og Víkum og segir í tilkynningunni að í framhaldinu verði talið í öðrum hverfum borgarinnar þar til talningu lýkur.