fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Hjól grindvískra bræðra tekin í nótt við heimili þeirra – „Hvar er löggæslan á næturnar?“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rakel Lilja Halldórsdóttir íbúi í Grindavík spyr hvar löggæslan sé að næturlagi í Grindavík, nú þegar bærinn er lokaður vegna hættuástands sem þar ríkir vegna jarðhræringa. 

„Hvar er löggæslan á næturnar ?? Hér eru menn sem ræna hjólum sona minna um miðja síðastliðna nótt !! Koma sem betur fer með þau til baka um 20 min seinna en þetta er fáranlegt !! Hvernig komast þeir inn i bæinn?“ segir Rakel Lilja í færslu sem hún deilir á Facebook.

Í myndbandinu má sjá tvo unga karlmenn koma að heimili hennar og fjölskyldu hennar við Austurveg 18 í Grindavík, taka hjól sona hennar sem liggja fyrir framan inngang hússins og hjóla á þeim í burtu. Um 20 mínútum seinna koma þeir tilbaka og skila hjólunum. Í myndbandinu má heyra að mennirnir eru íslenskir. Annar þeirra spyr hvað standi í glugganum? „Allir farnir hér, hversu fokking klikkað.“ „Já það átti að setja miða,“ segir hinn.

Í samtali við DV segir Rakel Lilja að hún sé búin að fara eina ferð heim til sín og taka hluta af eigum fjölskyldunnar. „Þegar ég er að fara horfi ég á hjólin þarna fyrir framan og hugsa að ég þurfi ekkert að ganga frá þeim, þau liggja þarna allan ársins hring og enginn að hreyfa við þeim, og enginn að fara að taka þau núna þegar er búið að rýma bæinn og enginn á að vera þarna. Pínu kjánalegt að núna sé þeim stolið,“ segir Rakel Lilja. „Þeir koma kl. 4.47 og skila þeim kl. 5.08, þannig að þeir eru með þau í rúmar 20 mínútur.“

Rakel Lilja og fjölskylda hennar fluttu til Grindavíkur árið 2017 með fjögur börn og býr það fimmta í Reykjavík. Synirnir sem eiga hjólin eru sjö og níu ára. Rakel Lilja starfar sem aðstoðarmaður í Miðgarði í hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, en íbúar Víðihlíðar voru fluttir á brott síðastliðinn föstudag.

Fjölskyldan er komin með tímabundið heimili. „Við fengum strax á laugardag íbúð í Garðabæ, á neðri hæð hjá hjónum, sem eru með íbúðina í leigu. Við getum verið hér til áramóta, en svo er ég að átta mig á að það er mjög stutt til áramóta, bara sex vikur. Þetta er ekki langur tími til að endurhugsa líf sitt,“ segir Rakel Lilja.

Blaðamaður nefnir að grindvíkingar eru staddir í áfallinu miðju og Rakel Lilja játar því. „Svo bætast við svona hlutir sem maður á engan veginn von á.“

Rakel Lilja er búin að tilkynna málið til lögreglunnar. „Ég er búin að hringja og tala við þau. Þjófnaður og ekki þjófnaður, þeir koma tilbaka. En ég lét allavega vita af þessu og það þyrfti greinilega að endurskoða hvernig þeir eru að fylgjast með þarna.

Í athugasemd skrifar kona að hún hafi séð bíl keyra inn í bæinn þessa nótt: „Sá bíl keyra inn í Grindavík um fjögur leytið í nótt, sá kom Grindavíkurveg, fór til baka sirka hálftíma seinna.“ Ekki er staðfest hvort að mennirnir hafi verið á þeim bíl, eða þar hafi verið aðrir á ferðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forviða ferðamaður þegar vél EasyJet flaug yfir eldgosið – „Lífið mitt hefur náð hámarki“

Forviða ferðamaður þegar vél EasyJet flaug yfir eldgosið – „Lífið mitt hefur náð hámarki“
Fréttir
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald