fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Ásthildur Lóa brjáluð fyrir hönd Grindvíkinga: „Við sem samfélag eigum meira inni hjá bönkunum en þetta“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Búa engir af stjórnendum bankanna yfir nokkurri samkennd og finna þeir aldrei fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni?“

Þessari spurningu varpaði Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, fram á Alþingi í gær.

Ásthildur gerði aðgerðir bankanna vegna stöðunnar í Grindavík að umtalsefni en í gær var greint frá því að stóru viðskiptabankarnir þrír hefðu boðið upp á frystingu fasteignalána sem felur í sér að ekki er greitt af lánum. Sá böggull fylgir skammrifi að vextir og verðbætur hvers gjalddaga setjast ofan á höfuðstól lánanna.

Í besta falli samfélagslega siðfirrt

DV sagði í morgun frá grein Sigríðar Maríu Eyþórsdóttur, íbúa í Grindavík, á vef Vísis þar sem hún gagnrýndi bankana harðlega.

„Það vita allir sem vilja að bankastofnanir vinna ekki fyrir okkur sem greiðum lánin. Því fullyrði ég að þetta boð til okkar er í besta falli samfélagslega siðfirrt.“ Bætti hún við að krafan hlyti að vera tafarlaus frysting á lán Grindvíkinga án vaxta og verðbótasöfnunar um umsaminn tíma.

10 þúsund kallinn frystur en 490 þúsund fara ofan á lánið

Ásthildur Lóa gagnrýndi bankanna einnig í ræðu sinni á þingi í gær.

„Í alvöru? Samkvæmt nýlegum greiðsluseðlum hefur fólk verið að greiða 10.000 krónur inn á lánið og 490.000 krónur í vexti. Þessi tíuþúsundkall verður sem sagt frystur og 490.000 kr. bætt ofan á lánið í hverjum mánuði,“ sagði hún og spurði út í samvisku og samkennd stjórnenda bankanna.

„Frysting sem felur í sér að ekki er greitt af lánum en vextir og verðbætur bætast við höfuðstól, er verra en ekki neitt. Fólk stendur mikið verr að vígi að þessari frystingu lokinni en það gerir nú þegar, með skuld sem hefur hækkað og, í atburðum eins og þessum, jafnvel með óíbúðarhæfa eign sem hefur safnað á sig skuldum í vikur eða mánuði. Þetta var ein af „lausnunum“ sem fólki í vanda var beint í eftir hrun og það fór alltaf illa. Ef þetta tilboð bankanna sýnir fram á og staðfestir eitthvað, er það það að samkennd, sómakennd og samfélagsleg ábyrgð er ekki til hjá stjórnendum þeirra. Við sem samfélag eigum meira inni hjá bönkunum en þetta. Þeir verða einfaldlega að fella niður greiðslur á þessum lánum þar til mál taka að skýrast. Það væri smá bragur á því og í raun það minnsta sem þeir geta gert fyrir fólk í gríðarlega erfiðum aðstæðum.“

Ásthildur nefndi að það væri samábyrgð þjóðfélagsins að berjast gegn náttúruvá þeirri sem nú er fyrir hendi í Grindavík, tryggja öryggi landsmanna og bæta það tjón sem kann að hljótast eða þegar hefur hlotist.

„Það hefur verið fallegt að fylgjast með samhug þjóðarinnar í garð Grindvíkinga á undanförnum dögum. Við erum fámenn þjóð og það þekkja flestir einhvern í Grindavík sem færir atburði sem þessa nær okkur öllum. Íslendingar hafa áður sýnt samúð sýna í verki og við munum gera það aftur í gegnum þessa erfiðleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forviða ferðamaður þegar vél EasyJet flaug yfir eldgosið – „Lífið mitt hefur náð hámarki“

Forviða ferðamaður þegar vél EasyJet flaug yfir eldgosið – „Lífið mitt hefur náð hámarki“
Fréttir
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald