fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025
Fréttir

Þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga opnar í Tollhúsinu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 23:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun miðvikudaginn 15. nóvember opnar Ríkislögreglustjóri, í samstarfi við Rauða krossinn og Grindavíkurbæ, þjónustumiðstöð í Tollhúsinu í Reykjavík, opið verður frá kl. 12-18 á morgun.

Verkefni þjónustumiðstöðvar felast í stuðningi við íbúa Grindavíkurbæjar og aðra sem á einhvern hátt hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesi. Þar er boðið upp á samveru og kaffitár og leikhorn fyrir börn. Rauði krossinn býður upp á sálfélagslegan stuðning og félagsleg ráðgjöf verður í boði á vegum starfsfólks Grindavíkurbæjar. Boðið verður upp á upplýsingagjöf, fræðslu og ráðgjöf af ýmsu tagi og mun sá stuðningur verða útfærður í samræmi við þarfir og óskir íbúa Grindavíkurbæjar.

Fjölmiðlar eru vinsamlegast beðnir um að sýna nærgætni og heimsækja ekki þjónustumiðstöðina eða dvelja fyrir utan inngang hennar. Fjölmiðlum verður boðið í heimsókn von bráðar og þeim kynnt starfsemi stöðvarinnar, segir í tilkynningu.

Grindvíkingar og aðrir íbúar á Reykjanesi eru hvattir til að nýta sér þjónustumiðstöðina með öll þau erindi sem á þeim hvíla varðandi atburði undanfarna daga. Heitt er á könnunni fyrir þau sem hafa tök á að mæta í Tollhúsið í Reykjavík en einnig er hægt að hafa samband í síma 855 2787 og í netfangið fyrirspurnir@almannavarnir.is.

Þjónustumiðstöðin er til húsa í Tollhúsinu, Tryggvagötu 19 og er opin á virkum dögum frá kl. 10-18.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur ósáttur: „Þetta er skattahækkun – og hún er ekkert annað svik við kjósendur“

Vilhjálmur ósáttur: „Þetta er skattahækkun – og hún er ekkert annað svik við kjósendur“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fleiri Íslendingar hlynntir aðild að ESB en andvígir

Fleiri Íslendingar hlynntir aðild að ESB en andvígir
Fréttir
Í gær

Vara við þjóðarátaki í skógrækt – „Hugmyndafræði skógræktargeirans hefur að miklu leyti verið á skjön við markmið náttúruverndar“

Vara við þjóðarátaki í skógrækt – „Hugmyndafræði skógræktargeirans hefur að miklu leyti verið á skjön við markmið náttúruverndar“
Fréttir
Í gær

Lögregla lýsir eftir Svövu sem sást síðan á Torreveja þann 4. apríl

Lögregla lýsir eftir Svövu sem sást síðan á Torreveja þann 4. apríl
Fréttir
Í gær

Hallgrímur gerir upp woke-deilurnar við Sólveigu Önnu – „Ég sá þessar vendingar ekki fyrir“

Hallgrímur gerir upp woke-deilurnar við Sólveigu Önnu – „Ég sá þessar vendingar ekki fyrir“
Fréttir
Í gær

Trump fór í mál en var dæmdur til að greiða 110 milljónir

Trump fór í mál en var dæmdur til að greiða 110 milljónir