fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Líkhúsið á Akureyri til sölu – „Glæsilegt hús á besta stað í bænum“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 11:30

Líkhúsið er 408 fermetrar að stærð og stendur við Naustahöfða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kirkjugarðar Akureyrar hafa ákveðið að setja líkhúsið á sölu eða leigu. Reksturinn gengur illa enda engir skilgreindir fjármunir til verkefnisins og óleyfilegt er að rukka notkunargjöld.

„Kirkjugarðar hafa lögbundið hlutverk, að taka grafir og sjá um að hirða garðinn. Það ber að grafa alla í kirkjugarði eða viðurkenndum grafreit. Rekstur líkhúss fellur ekki þar undir og það eru engir fjármunir skilgreindir til þess reksturs,“ segir Smári Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Akureyrar.

Rekstur líkhúsa séu í stjórnsýslulegu tómarúmi. „Það ber engum að reka líkhús. Það er gat á milli dánarvottorðs og greftrunar,“ segir hann.

Vekur áhuga

Líkhúsið stendur við Naustahöfða og er 408 fermetrar að stærð. Þar eru kælirými fyrir 24 lík og möguleikar fyrir hendi varðandi stækkun.

Smári segir engu opinberu fé úthlutað í rekstur líkhúss. Mynd/Landsbjörg

Engar kvaðir eru hins vegar á að um að í húsinu verði áfram rekið líkhús. Smári segir að þegar sé búið að hafa samband við hann símleiðis eftir að auglýsingin var sett inn í morgun.

„Menn hafa alls konar hugmyndir. Þetta er glæsilegt hús á besta stað í bænum,“ segir Smári.

Tekjustofnar hrundu

Húsið var reist á árunum 1989 til 1990 eftir samtal Akureyrarbæjar, sjúkrahússins, dvalarheimilanna, kirkjunnar og kirkjugarðana um að það þyrfti að leysa líkhúsmál fyrir Norðurland. Niðurstaðan var sú að kirkjugarðurinn myndi sjá um reksturinn.

Allt annað rekstrarumhverfi var þá og tekjurnar mun meiri. Að sögn Smára voru þær skornar niður um helming árið 1992 eða 1993 og hefur fjarað undan tekjustofnunum enn frekar síðan.

Bygging hússins tók á fjárhaginn og húsið stóð autt í nokkur ár. Loks var það tekið í notkun árið 1997.

Ekki léttvæg ákvörðun

„Ég vona það samfélagsins vegna að það verði áfram til boðlegt líkhús fyrir ástvini okkar þegar þeir falla frá,“ segir Smári. Það sé ekki léttvæg ákvörðun að setja húsið á sölu en ekki ábyrgt að halda rekstrinum áfram. Kirkjugarðarnir hafi verið í basli undanfarna tvo áratugi, þurft að segja upp starfsfólki og fresta framkvæmdum á tækjum og mannvirkjum. „Okkur er meinað að innheimta þjónustugjald fyrir notkunina,“ segir hann um líkhúsið.

Vandamálið sé ekki bundið við Akureyri. Sama eða verri staða sé uppi í Reykjavík þar sem líkhúsið er gamalt og ekki nógu stórt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina
Fréttir
Í gær

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“