fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Diljá Mist sagði Sólveigu Önnu vera ókurteisa

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. nóvember 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar greindi síðastliðinn sunnudag, í færslu á Facebook-síðu sinni, frá samskiptum sínum við Diljá Mist Einarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins og formann utanríkismálanefndar Alþingis. Sólveig segir að Diljá Mist hafi kallað hana ókurteisa og sagt eitthvað á þá leið að hún væri betur upp alin.

Sólveig segir að samskipti þeirra hafi átt sér stað á fundi þennan sama dag. Líklega er Sólveig að vísa til málfundar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs sem fram fór í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins en Diljá Mist var ein frummælenda á fundinum.

Sólveig segist hafa svarað Diljá Mist með því að vísa til föður síns heitins, útvarpsmannsins og tónskáldsins, Jóns Múla Árnasonar og þess uppeldis sem hann veitti henni. Hún segir föður sinn hafa veitt sér gott uppeldi og meðal annars kennt sér að það væri ekkert verra en að vera vondur og heimskur:

„Hann kenndi mér margt og reyndi að kenna mér fleira. Í dag var ég á fundi þar sem Diljá Mist þingkona Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálananefndar Alþingis sagði mig ókurteisa og bætti svo einhverju við um að uppeldi hennar hefði verið fremra því sem ég hlaut. Ég sagðist þakklát fyrir að hafa hlotið annarskonar uppeldi en það sem hún fékk. Og það er ég sannarlega. Pabbi minn kenndi mér að best væri að kalla hlutina réttum nöfnum. Það var góð lexía. Og hann kenndi mér að slæmt væri að vera heimskur, og vont að vera vondur, en ekkert verra en að vera bæði vondur og heimskur. Það er leitt að sú blanda sé svo útbreidd sem raun ber vitni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“