Ekki er óhugsandi að kvikan sem nú liggur undir Grindavík og nágrenni nái ekki upp á yfirborð. Þetta kom fram í viðtali Morgunvaktarinnar á Rás 1 við Pál Einarsson jarðeðlisfræðing. Vefur RÚV greinir frá.
„Við þekkjum dæmi þess að gangur af þessu tagi leggi af stað. Hann getur verið talsvert öflugur og valdið skjálftum í kringum sig, en síðan bara lognast út af og kvikan nær ekki til yfirborðs.”
Páll rifjast upp að í Kröfluefldum frá 1975 til 1984 hafi 20 kvikugangar farið af stað en aðeins 9 náð til yfirborðs.
„Raunar náðu stærstu gangarnir tveir aldrei til yfirboðs. Hins vegar fengu Keldhverfingar að kenna á þeim. Það skalf mikið í Kelduhverfi. Þar voru miklar hreyfingar og myndaðist mikill sigdalur í miðju Kelduhverfi. Landið seig þar um nokkra metra og vegurinn fór sundur. Þetta var gangur frá Kröflu sem fór aldrei upp á yfirborðið.“