fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Gunnar útskýrir hvað tekur við ef eldgos hefst á næstu klukkustundum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. nóvember 2023 07:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staðan í Grindavík er óbreytt frá því í gær og teygist kvikugangurinn undir bæinn. Um 500 skjálftar hafa mælst í kvikuganginum og enginn þeirra var yfir 3 af stærð í nótt. Þá virðast skjálftarnir ekki vera að grynnka.

Þetta kom fram í fréttum RÚV klukkan 7 í morgun.

Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, var til viðtals og var hann spurður út í það hvað tæki við ef eldgos hefst á næstu klukkustundum, en áfram eru taldar miklar líkur á eldgosi.

„Þá verður lagt mat á stöðuna, hvers eðlis gosið er, hvar það kemur upp sem skiptir meginmáli og við taka þá væntanlega varnaraðgerðir til að verja mikilvæg mannvirki myndi ég segja. Því að við höfum rýmt svæðið,“ sagði hann og nefndi Grindavíkurbæ og Svartsengissvæðið. „Þannig að þetta mun fyrst og fremst snúa að verðmætabjörgun.“

Aðspurður hvort vegum yrði lokað, sagði Gunnar að væri samkvæmt áætlun um eldgos við Grindavík að grípa til lokana. „En það er ekki hægt að segja hvernig það verður fyrir fram þegar við vitum ekki hvar hugsanlegt gos kemur upp.“

Í fréttum RÚV í morgun kom fram að Veðurstofa Íslands og Almannavarnir muni í birtingu ákveða hvort hægt verður að ráðast í verðmætabjörgun af heimilum í Grindavík. Ef af henni verður sé ljóst að fólk fái aðeins að ná í brýnustu nauðsynjar, aðeins einum frá hverju heimili verði þá heimilt að fara inn á svæðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti