fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

EM landsliða í skák: Íslenska landsliðið bar sigur af norska landsliðinu með sjálfan Magnus Carlsen í broddi fylkingar

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 13. nóvember 2023 19:44

Magnus Carlsen og félagar þurftu að lúta í dúk gegn íslenska landsliðinu. Því miður hafa ekki enn borist myndir frá viðureigninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska skáklandsliðið vann rétt í þessu frækilegan sigur á norska landsliðinu með sjálfan Magnus Carlsen, sterkasta skákmann heims, í broddi fylkingar. Lokatölur urðu 2,5 – 1,5 sigur Íslands þar sem þeir Hannes Hlífar Stefánsson og Hilmir Freyr Heimisson unnu sínar skákir.

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson fékk það óárennilega verkefni að glíma við Magnus á fyrsta borði og það með svörtu mönnunum. Hjörvar og Magnus eru góðir félagar en vinarþelið vék fyrir blóðugri baráttu. Hjörvar barðist hetjulega en mátti að lokum ekki við ofureflinu og þurfti að játa sig sigraðan eftir 47. leiki.

Hannes Hlífar Stefánsson vann mikinn baráttusigur

Baráttusigrar hjá Hannesi og Hilmi

Á þriðja borði hélt Vignir Vatnar örugglega jafntefli með svörtu mönnunum gegn stórmeistaranum Lars Oskar Hauge. Eftir stóðu Hannes Hlífar og Hilmir Freyr með hvítu mennina gegn alþjóðlegu meisturunum Elham Amar og Tor Frederik Kaasen en lengi vel leit ekki út fyrir að þeir myndu í mesta lagi ná að tryggja Íslandi skiptan hlut.  Um var að ræða langar baráttuskákir en að endingu náðu þeir félagarnir að snúa á andstæðinga sína og tryggja óvæntan en glæsilegan sigur.

Íslenska liðið hefur nú unnið tvær viðureignir, gegn Kósovó og Noregi eftir slæma útreið gegn Serbíu í fyrstu umferð þar sem ekkert gekk upp. Búast má við afar sterkum andstæðingum í 4. umferð sem fer fram á morgun.

Tap með minnsta mun gegn Tékkum

Íslenska kvennalandsliðið hefur byrjað erfiðlega í mótinu og tapaði í þriðju umferð með minnsta mun fyrir tékkneska landsliðinu, 2,5 – 1,5. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir vann góðan sigur á þriðja borði en þá þegar voru úrslitin orðin ljós því Tékkar höfðu önglað saman 2,5 vinningum. Olga Prudnykova gerði jafntefli á fyrsta borði en Lenka Ptacnikova og Lisseth Acevedo Mendez þurftu að sætta sig við ósigur.

Íslensku landsliðskonurnar hafa verið ófarsælar og taflmennskan betri en úrslitin gefa til kynna. Enn er þó nóg eftir af mótinu til að uppskera eins og sáð var.

Rétt er að benda áhugasömum á frábæra pistla Ingvar Þórs Jóhannessonar, liðstjóra kvennalandsliðið, sem birtast á skak.is. Það er ljóst að það verður gaman á lyklaborðinu hjá Ingvari í kvöld.+

Hér má sjá Carlsen mæta til leiks gegn Hjörvari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Formaður Ljósmæðrafélagsins hugsi eftir grínatriði Steinda, Sögu og Sigursteins

Formaður Ljósmæðrafélagsins hugsi eftir grínatriði Steinda, Sögu og Sigursteins
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Allir þingmenn á tvöföldum launum um síðustu mánaðamót – Einn ætlar að vera í aukavinnu

Allir þingmenn á tvöföldum launum um síðustu mánaðamót – Einn ætlar að vera í aukavinnu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rúmlega fjögur þúsund vilja afturkalla hvalveiðileyfið sem Bjarni veitti

Rúmlega fjögur þúsund vilja afturkalla hvalveiðileyfið sem Bjarni veitti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íbúar vitna um svæsinn búðaþjófnað í miðborginni – „Skipti sér ekki af mönnunum og sagði að þeir væru hættulegir“

Íbúar vitna um svæsinn búðaþjófnað í miðborginni – „Skipti sér ekki af mönnunum og sagði að þeir væru hættulegir“
Fréttir
Í gær

Gróflega misboðið eftir Morgunútvarpið – „Hvernig getur RÚV leyft sér að bjóða upp á þessa þvælu, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð?“ 

Gróflega misboðið eftir Morgunútvarpið – „Hvernig getur RÚV leyft sér að bjóða upp á þessa þvælu, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð?“ 
Fréttir
Í gær

Íslendingar sólgnir í ódýrar vörur frá Kína – Eyrnalokkar innihéldu þúsundfalt leyfilegt magn af krabbameinsvaldandi efni

Íslendingar sólgnir í ódýrar vörur frá Kína – Eyrnalokkar innihéldu þúsundfalt leyfilegt magn af krabbameinsvaldandi efni