Rakel Rún Karlsdóttir er meistaranemi í eldfjallafræði og hún hefur birt myndband á TikTok þar sem hún rekur að Grindavíkurbær sé í raun byggður ofan á sprungu sem þegar var til staðar.
Með því að horfa aftur í tímann inn á kortavefnum map.is megi sjá að sprunga hafi legið þvert yfir Grindavíkurbæ, eins og hann er í dag, á árinu 1957, þegar byggð var töluvert minni.
„Mig langar að sýna ykkur eitt,“ segir Rakel og sýnir Grindavík á map.is
„Ef við skoðum tímaflakkið og þá er hægt að sjá hvernig þetta leit út 1957. Það er náttúrulega búið að byggja hérna, yfir þessa sprungu, sem var nú þegar til staðar…..“
Því hafi það í raun verið þekkt staðreynd lengi að þarna væri mikill veikleiki á ferðinni.
Með því að skoða vefinn isor.is megi sjá að atburðarásin í Grindavík hafi átt sér stað áður, þegar sundhnjúkagígahraunið rann. Sem stendur sé ekki hægt að fullyrða að eldgos muni eiga sér stað, en það megi enn sjá óróa á svæðinu þó virkni hafi minnkað. Eins sé mögulegt að virknin hoppi á milli eldstöðvakerfa, en á Reykjanesskaga séu þau nokkur.
„Svona er Ísland í dag.“
@rakelrun88 #iceland #volcano #volcanologist #volcanology #reykjanes #grindavik #grindavikvolcano #volcanoessystem #earthquake #earh #earthtoday #master ♬ original sound – RakelRún
Athygli var eins vakin á þessum samanburði inn á Facebook-síðunni Rannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá, Háskóli Íslands.
Þar segir:
„Fyrri myndin sem fylgir er loftmynd frá árinu 1954 og sýnir að misgengin sem afmarka sigdalinn sem liggur í gegnum Grindavík voru til staðar þá og sennilega hefur þessi sigdalur myndast í Sundhnúkagosinu fyrir meira en 2000 árum og núverandi virkni virkjaði þessi misgengi á ný og stækkaði/dýpkaði sigdalinn.
Svæðið á milli vestur- og austur marka sigdalsins (sýnt með rauðu brotalínunum) féll niður í þeim umbrotum.
Seinni myndin sýnir legu þessara gömlu misgengja á korti af Grindavík eins og hún er í dag. Nýju fersku sprungurnar eru í nákvæmlega sama fari og þær gömlu.“