Viðbragðsaðilar voru kallaðir til á Reykjanesbraut á níunda tímanum í morgun vegna vörubíls sem lenti utan vegar. Slysið átti sér stað á milli Hvassahrauns og Vogavegs á leiðinni í átt til Reykjanesbæjar.
Að sögn Theodórs Sigurbergssonar, lögreglumanns hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, voru engin slys á fólki.
Ekki var um árekstur að ræða. Ökumaður flutningabíls með langan tengivagn missti stjórn á bílnum og endaði utan vegar.
Að minnsta kosti tveir lögreglubílar, slökkviliðsbíll og sjúkrabíll voru kallaðir til á vettvang slyssins.