fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Mannslátið í Bátavogi: Sakaði sambýlismanninn um að eitra fyrir hundinum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. nóvember 2023 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konan sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana í Bátavogi í september síðastliðnum sakaði manninn um að hafa eitrað fyrir smáhundi hennar sem var af tegundinni Chihuahua. Hundurinn fannst dauður í frystihólfi í ísskáp í íbúðinni.

Nútíminn greindi frá þessu í morgun.

Maðurinn, sem var á sextugsaldri, fannst látinn laugardaginn 23. september og hefur málið verið rannsakað sem manndráp. Var greint frá því í fréttum í byrjun október að hinn látni hafi verið með áverka á hálsi og kynfærum. Þá var staðfest að smáhundur hefði fundist dauður í íbúðinni.

Í frétt Nútímans kemur fram að konan hafi haldið því fram sama kvöld og hún var handtekinn að hinn látni hafi eitrað fyrir hundinum. Er hún sögð hafa haldið því fram að maðurinn hafi blandað einhvers konar eitri í drykkjarskál hundsins með þeim afleiðingum að hann dó.

„Hún sagðist handviss um það að maðurinn hefði drepið þessa tík og var í raun í miklu uppnámi vegna þess. Hún var ekkert að kippa sér upp við það að sambýlismaðurinn hennar hafði skömmu áður látið lífið. Hún talaði bara um þennan hund sem hún sýndi okkur í frystinum,“ hefur Nútíminn eftir einum af heimildarmönnum sínum.

Nútíminn hefur eftir Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að örlög smáhundsins séu á meðal þess sem er nú er rannsakað. Þá hafi lögregla í rannsókn sinni rætt við á þriðja tug einstaklinga.

DV ræddi við Ævar Pálma Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, þann 18. október síðastliðinn. „Rannsóknin gengur út á að þarna hafi verið um manndráp að ræða og það er aðeins ein manneskja sem er grunuð, sú sem er í gæsluvarðhaldi.“

Umfjöllun Nútímans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Í gær

Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður

Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm