fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Fréttir

Kona fær sex mánuði fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás – Keyrði konu niður

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 10. nóvember 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrítug kona hlaut í dag dóm fyrir sérstaklega hættulega  líkamsárás  og umferðarlagabrot, með  því  að  hafa þriðjudaginn 1. júní 2021, á bifreiðastæði við verslun Nettó, ekið bifreið sinni á aðra konu, þar sem brotaþoli gekk frá bifreið ákærðu.

Brotaþoli hafnaði  uppi  á  vélarhlíf bifreiðarinnar  og  hélt  ákærða  akstrinum  áfram  nokkurn  spöl  uns konan féll  í  jörðina. Yfirgaf ákærðai síðan vettvang og ók á brott án þess að veita konunni aðstoð eða sinna skyldum sínum við umferðaróhappið.

Brotaþoli hlaut heilahristing,töluverða kúlu á enni, yfirborðsáverka og hruflsár ofan við innanverða hægri augabrún, brotna hægri framtönn, fleiðursár á efri vör, mar og hruflsár yfir nefi, hruflsár á lófum, þreifieymsli á hægri fótlegg og mar á hné.

Brotaþoli krafðist miskabóta að fjárhæð fimm milljón króna. 

Fyrir dómi játaði ákærða sök sína og viðurkenndi bótaskyldu gagnvart brotaþola, en mótmælti fjárhæð bótakröfunnar. 

Við ákvörðun refsingar var litið til þess að ákærða játaði sök sína, að hún hafði ekki áður brotið af sér og að rannsókn málsins hefði dregist úr hömlu án þess að við hana væri að sakast, en málið var þingfest nærri tveimur og hálfu ári eftir að atvikið átti sér stað. 

„Á  hinn bóginn  verður  ekki  framhjá  því  horft  að  ákærða  ók  bifreið  sinni  að  því  er  telja  verður vísvitandi á brotaþola og ók svo á brott án þess að kanna hvernig statt væri um brotaþola. Er hvort tveggja í eðli sínu ámælisvert og horfir til refsiþyngingar,“ eins og segir í dóminum.

Þótti refsing ákærðu hæfilega ákveðin sex mánaða fangelsi, sem er skilorðsbundið til tveggja ára. Þóttu miskabætur að fjárhæð 400.000 krónur hæfilegar. Ákærða var jafnframt dæmt til að greiða allan sakarkostnað, alls 1.284.892 krónur.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“