fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fréttir

Ingó lagði Sindra í Landsrétti – Miskabætur og ummælin dæmd dauð og ómerk

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. nóvember 2023 14:21

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og fundið Sindra Þór Sigríðarson sekan um meiðyrði gegn Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni, Ingó Veðurguð.

Eru ummæli Sindra, sem m.a. snúast um orðalagið „að ríða börnum“,  dæmd dauð og ómerk. Auk þess er Sindri dæmdur til að greiða Ingólfi 900 þúsund krónur í miskabætur.

Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingólfs, lýsti yfir ánægju með niðurstöðuna í stuttu spjalli við DV. Segir hún að þessi niðurstaða komi ekki á óvart og hafi verið fyrisjáanleg.

Eftirfarandi ummæli Sindra um Ingólf voru dæmd dauð og ómerk:

„Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“

„Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“

„Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“

„Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“

„Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“

Ólíkt héraðsdómi var það niðurstaða Landsréttar að Sindri hefði með þessum ummælum sakað Ingólf um alvarleg lögbrot. Sindri sagði að með ummælunum hefði hann verið að benda á þá staðreynd að fullorðnir karlmenn tíðkuðu að hafa samræði við stúlkur yngri en 18 ára og það væri ekki bannað samkvæmt lögum. Landsréttur fellst ekki á að ummæli Sindra vísi til stúlkna á aldrinum 15 til 18 ára heldur túlkar ummælin svo að þau feli í sér ásakanir um lögbrot, sem samræði við undir 15 ára er. Landsréttur segir að Sindri hafi ekki verið „í góðri trú um sannleiksgildi ummælanna sem málið varðar þegar hann lét þau falla. Þótt áfrýjandi sé þekktur einstaklingur þýðir það ekki að hann þurfi að þola að vera sakaður  opinberlega um alvarlegt refsivert brot án þess að réttmætt tilefni hafi verið til að setja fram slíkar staðhæfingar. Breytir engu í því efni þótt ummælin sem um ræðir hafi fallið í umræðu um mikilvægt þjóðfélagsmálefni en stefnda var í lófa lagið að tjá sig með öðrum og hófstilltari hætti.“

Auk miskabótanna er Sindri dæmdur til að greiða tvær milljónir króna í málskostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Í gær

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður