fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Undirbúa íbúa fyrir mögulegar náttúruhamfarir – Varast að hella pastavatni, draga gluggatjöldin fyrir og nota prímus

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. nóvember 2023 16:01

Grindavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allra augu eru á Suðurnesjunum. Þar er náttúran enn og aftur að gera vart við sig. Um miðnætti í gær hófst öflug jarðskjálftahrina og landris nærri Grindavík er töluvert. Ljóst er að þarna flæðir kvika inn á syllu en ekki er á hreinu hvort kvikan muni leiða upp á yfirborðið. Bláa lónið hefur skellt í lás næstu vikuna eftir að gestir flúðu þaðan í skelfingu í skjálftunum í nótt. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissuástandi og ljóst er að aðstæður geta breyst hratt ef til eldgoss kemur.

HS Veitur hafa nú birt ábendingar vegna mögulegs langtíma þjónusturofs veitukerfa vegna náttúruhamfara. Ljóst sé að ef eldgos hefst þá gæti það haft áhrif á samfélagslega mikilvæga innviði, svo sem dreifingu á raforku og vatni.

Spara rafmagnið

Ef hitaveita dettur út í lengri tíma þá þurfi að hafa hugfast að dreifikerfi rafmagns er ekki byggt fyrir það álag að allri íbúar kyndi húsin sín með rafmagni. Því sé mikilvægt að íbúar takmarki raforkunotkun svo hvert heimili eða íbúð noti að hámarki 2.5000 W til húshitunar. Íbúar þurfi að spara í annarri raforkunotkun, og huga að því að þetta hámark dugar aðeins til lágmarkshitunar.

Betra sé að nota fleiri minniofna sem hægt sé að dreifa um húsnæðið, frekar en einn stóran. Ekki skal nota stærri ofna heldur en 1.000 W og má að hámarki hafa tvo slíka í gangi í einu. Hentugt gæti verið að hafa fimm stykki af 500 W ofnum og dreifa um heimilið.

Fatnað má ekki setja til þerris á rafmagnsofnum því það geti valdið íkveikju. Eins má aðeins tengja einn ofn á rafmagnsgrein og ekki má nota fjöltengi til að tengja þá heldur aðeins jarðtengdan tengil á vegg og tryggja að stærð hans sé fullnægjandi.

Eigendur rafbíla ættu að hlaða bíla sína á hraðhleðslustöðvum og íbúar þurfa að forgangsraða raforkunotkun og sleppa öllum óþarfa á borð við rafhitaða heita potta, gufuböð og hitamottur.

Fleiri dæmi eru nefnd til sögunnar til að spara megi orku. Svo sem að láta pastavatn kólna frekar en að hella því. Þannig nýtist varminn til að hita upp eldhúsið. Eins megi slökkva á ofnum eða öðru orkufreku álagi á meðan matur er eldaður. Þvottavélar og uppþvottavélar skuli notaðar á orkusparandi kerfum og sparlega. Best sé að sleppa alfarið þurrkaranum. Eins benda HS veitur á utanhúss eldunartæki á borð við gasgrill eða prímus.

Til að varðveita hita megi loka gluggum og eins megi takmarka notkun á ljósi. Gluggatjöld fyrir glugga þegar ekki er sólskin geti hjálpað að viðhalda varmanum. Herbergjum sem ekki eru í notkun ætti að loka og sleppa því að hita.

Þurfa að takmarka tjón sitt

Eins þurfi íbúar að huga að því að kerfi á borð við raflagnir, hitalagnir og vatnslagnir eru eign og ábyrgð húseiganda og því nauðsynlegt að þeir reyni allt til að fyrirbyggja eða lágmarka tjón.

„Rétt er að minna á að kerfi húseigenda, s.n. húsveitur (raflagnir, hitalagnir og vatnslagnir) eru eign og á ábyrgð hvers húseiganda og nauðsynlegt að þeir geri það sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir eða lágmarka tjón á þessum kerfum komi til þess að náttúruhamfarir skerði aðgengi að þjónustunni. Hér ber hins vegar að hafa í huga að komi til rýmingar af hálfu Almannavarna er ekki augljóst að tími gefist til að sinna þessum ábendingum enda mikilvægt að í fyrsta sæti er ávallt að bjarga mannslífum.“

Ef til langvarandi þjónusturofs kemur þá þarf að grípa til sérstakra aðgerða til að tryggja húsveitu gegn tjóni. Sérstaklega í köldu veðri þar sem hætta er á frostskemmdum. Leita þurfi til fagmanna til að tæma vatn af húsveitunum og fólk þurfi að gæta þess að skilja aldrei eftir opna krana í vatnsleysi vegna hættu á vatnstjóni þegar vatni verður hleypt aftur á dreifikerfin.

Nánar má lesa um ábendingarnar hér.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka