fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Fyrrum leiðtogi hægri manna í Katalóníu skotinn í andlitið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. nóvember 2023 18:00

Alejo Vidal-Quadras árið 2013/Wikimedia-Ave Maria Mõistlik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi formaður Lýðflokksins (Sp. Partido Popular) í Katalóníuhéraði á Spáni var skotinn í andlitið fyrr í dag í Madríd, höfuðborg Spánar.

Maðurinn heitir Alejo Vidal-Quadras og er 78 ára gamall. Hann var staddur í auðmannahverfinu Salamanca í Madríd þegar hann varð fyrir skotinu. Að sögn vitna var hann á leið heim úr messu.

Vidal-Quadras var þó með meðvitund þegar hann var fluttur með hraði á sjúkrahús. Lögreglan leitar að tveimur manneskjum sem flúðu vettvang á mótorhjóli. Aðilinn sem skaut Vidal-Quadras mun hafa verið með svartan hjálm á höfði.

Vitni segja að sá sem skaut hafi verið ungur og lágvaxinn karlmaður sem var í gallabuxum og dökkri yfirhöfn og hann hafi beðið eftir Vidal-Quadras.

Vettvangur árásarinnar hefur verið girtur af. Enginn hefur verið handtekinn og ástæða árásarinnar er enn á huldu og alls óvíst hvort hún tengist sjálfstæðisbaráttu Katalóníu en hinn hægri sinnaði Lýðflokkur hefur lagt mikla áherslu á einingu Spánar og að héraðið verði áfram hluti af Spáni.

Starfsfólk sjúkrahússins hefur staðfest að ástand Vidal-Quadras sé stöðugt en hann hafi hlotið skotskár á öðrum kjálkanum.

Leiðtogi Lýðflokksins Alberto Nunez Feijoo hefur fordæmt árásina og óskað Vidal-Quadras skjóts bata.

Vidal-Quadras var eins og áður sagði formaður Lýðflokksins í Katalóníu og eftir að hann lét af því embætti var hann varaforseti Evrópuþingsins frá 2009-2014. Eftir að hann lét af því embætti yfirgaf hann Lýðflokkinn og gekk til liðs við hægri öfga flokkinn Vox. Vox er mjög þjóðernissinnaður og alfarið á móti sjálfstæði Katalóníu eða annarra héraða Spánar. Flokkurinn vill einnig meðal annars fella niður nýleg lög um kynbundið ofbeldi, takmarka rétt til þungunarrofs og banna hjónabönd samkynhneigðra en leyfa staðfesta samvist fólks af sama kyni.

Óljóst er einnig hvort árásin á Vidal-Quadras hefur eitthvað að gera með það að hann er meðlimur í Vox.

Morðdeild lögreglunnar í Madrid hefur hafið rannsókn á árásinni.

Leiðtogi Vox þakkaði Guði fyrir að svo virtist sem Vidal-Quadras væri ekki lengur í lífshættu.

Það þykir koma mjög á óvart að skotárás af þessu tagi sé framin á Spáni þar sem byssulöggjöfin er mjög ströng.

Almenningur getur aðeins keypt vopn sem eru sérstaklega ætluð til keppni og æfinga í skotfimi og haglabyssur en reglur um slík kaup eru sagðar mjög strangar.

Aðeins hermenn og lögreglumenn mega bera vélbyssur eða annars konar sjálfvirk vopn og þá eingöngu við störf sín.

Aðallega byggt á umfjöllun Daily Mail.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnfirðingar hrifnir af hrossataði

Hafnfirðingar hrifnir af hrossataði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegur spádómur Joe Rogan reyndist réttur – Sjáðu myndbandið

Óhugnanlegur spádómur Joe Rogan reyndist réttur – Sjáðu myndbandið