Gabríel Duane Boam er sá sem varð fyrir skoti í árás við Silfratjörn í Úlfarsárdal síðastliðinn fimmtudag. Frá þessu greinir Mannlíf á vef sínum.
Skotið var á fjóra menn í árásinni en Gabríel var sá sem var fluttur særður á kálfa á sjúkrahús í kjölfarið þaðan sem hann hefur nú verið útskrifaður.
Gabríel varð landsfrægur þegar hann strauk úr haldi lögreglu í apríl 2022 og var á flótta undan laganna vörðum í þrjá sólarhringa. Gabríl hafði verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar á Hólmsheiði fyrir þátt sinn í hnífaárás í Borgarholtsskóla sem og tvær aðrar líkamsárásir.
Sjö aðilar eru í haldi lögreglu vegna skotárásarinnar.
Fréttinni hefur verið breytt.