fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Segir ógleymanlegt að hafa fengið knús frá séra Friðriki

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. nóvember 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Guðbjartsson sálfræðingur og fyrrverandi flugstjóri ritar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann segir frá kynnum sínum af séra Friðriki Friðrikssyni. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarið er greint frá því í nýrri bók eftir Guðmund Magnússon sagnfræðing að séra Friðrik, sem er þekktastur fyrir að hafa komið að stofnun KFUM og KFUK á Íslandi og íþróttafélaganna Vals og Hauka, hafi verið sakaður um að misnota drengi kynferðislega. Friðrik lést 1961.

Rúnar segir í upphafi greinarinnar að honum hafi verið brugðið við fregnirnar og telji það skyldu sína að segja frá kynnum sínum og séra Friðriks.

Nokkrir drengir valdir úr hópnum til að Friðrik gæti kynnst þeim betur

Rúnar segist hafa hitt Friðrik sumarið 1945 þegar hann á 11. ári, var í vikudöl í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi. Hann hefði verið þar áður en í þetta skipti hafi séra Friðrik dvalið í búðunum alla vikuna. Séra Friðrik hafi sýnt drengjunum í búðunum mikla góðvild og mikið hafi verið sungið. Yfir morgunmatnum hafi verið tilkynnt að séra Friðrik langaði mikið til að kynnast drengjunum betur en það væri erfitt að kynnast þeim öllum vegna fjöldans:

„Því hafði verið ákveðið að einum dreng frá hverju borði yrði boðið að heimsækja séra Friðrik í herbergið hans eftir hádegi þennan dag og mæta kl. 13.30 fyrir framan herbergið hans. Síðan benti starfsmaðurinn á einn dreng við hvert borð og sagði: Þú, þú og þú, og hann benti á mig líka, ætli við höfum ekki verið 5-6 drengir. Við drengirnir söfnuðumst saman fyrir framan herbergi séra Friðriks.“

Rúnar lýsir því næst þegar röðin kom að honum að fara inn í herbergið:

„Þegar ég kom inn bauð séra Friðrik mér að setjast í kjöltu sína sem ég þáði, jú, hann var séra Friðrik góði. Hann tók þéttingsfast utan um mig og setti vangann sinn á minn anga og knúsaði mig og strauk ekki ósvipað því sem faðir minn gerði við mig í mikilli gleði eða sorg. Hann ræddi við mig þó nokkra stund, spurði nafns og hvar ég ætti heima, hvað væri gaman og svo framvegis. Ég sagði honum að ég hefði veitt silung og þætti gaman að spila borðtennis og fleira í þeim dúr.“

Þegar haldið hafi verið síðan heim að lokinni dvölinni hafi verið keyrt til Akraness og siglt þaðan til Reykjavíkur. Á skipinu hafi séra Friðrik og drengirnir sungið hraustlega. Um söngin og dvölina í herberginu hjá séra Friðrik segir Rúnar:

„En að fá að hitta séra Friðrik og fá knús hjá honum og vera með honum að syngja á skipinu á þessu sumarkveldi eru mér ógleymanlegar minningar.“

Segir Rúnar staðfesta að atvikið sem hann greinir frá hafi ekki verið einstakt

Guðmundur Magnússon bregst við grein Rúnars á vef sínum. Guðmundur segir að Friðrik hafi verið í Danmörku allt sumarið 1945 en sumarið 1946 hafi hann verið í Vatnaskógi og því sé Rúnar líklega að ruglast á ártölum. Hann segir frásögn Rúnars hins vegar staðfesta að atvik sem heimildarmaður Guðmundar segir að hafi orðið um áratug síðar í húsi KFUM hafi ekki verið einstakt, þótt upplifun Rúnars hafi verið önnur en heimildarmannsins. Fjallað er um það atvik í bókinni en maðurinn greindi Guðmundi frá því að hann hafi þá verið drengur. Sagðist hann þá hafa verið kallaður til  séra Friðriks og þeir verið einir í herbergi prestsins. Þá hafi séra Friðrik meðal annars strokið kynfæri hans en maðurinn segir að atvikið hafi setið í sér allar götur síðan.

Guðmundur skrifar:

„Mér finnst athyglisvert að þarna er staðfest að atvikið í húsi KFUM, sem greint er frá í bók minni, er ekki einstakt, þótt upplifun Rúnars virðist önnur en heimildarmanns míns. Starfsmenn KFUM eða foringjar í félaginu, allt lærisveinar séra Friðriks, virðast hafa haft það fyrir sið, a.m.k. frá því að hann kom aftur heim til Íslands eftir dvöl í Danmörku á stríðsárunum, að velja ákveðna drengi til að fara eina inn í svefnherbergi hans, þar sem hann vangar þá, knúsar og strýkur. Frásögnin í bók minni er með öðrum orðum ekki einangrað atvik.

Þegar KFUM gerir upp við minningu séra Friðriks hlýtur félagið einnig að líta í eigin barm, þótt langt sé um liðið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum