fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Frosti afar harðorður í garð Eddu – „Þetta er sem sagt glæpakvendi“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. nóvember 2023 17:30

Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Logason fjölmiðlamaður gerir mál Eddu Bjarkar Arnardóttur að umræðuefni í kynningarstiklu fyrir nýjasta þátt hlaðvarps síns Harmageddon. Edda hefur deilt við barnsföður sinn um forræði yfir sonum þeirra. Barnsföður hennar, sem er íslenskur en býr í Noregi, hefur verið dæmt forræðið fyrir norskum dómstólum en Edda fór með drengina í kjölfarið til Íslands.

Íslenskir dómstólar hafa staðfest úrskurðinn og fyrir skömmu var gerð aðfarargerð á heimili Eddu í Reykjavík þar sem freista átti þess að framfylgja úrskurðinum og flytja drengina til föður síns í Noregi. Hætt var við aðgerðina meðal annars í kjölfar mótmæla fólks á staðnum, sem dreif að. Edda segist afar ósátt við úrskurðinn og að það sé eindreginn vilji drengjanna að búa hjá henni.

Frosti er ansi afdráttarlaus þegar í upphafi stiklunnar:

„Hérna ætlum við að fara í mál sem að ég tel vera einhvern mesta, ljótasta og svartasta blett á hinu frjálsa lýðræðisríki sem Ísland telur sig vera og jafnréttisparadís sem hún er oft kölluð. Við erum að tala um hryllilegt ofbeldismál sem virðist vera allt einhvern veginn skrumskælt og afbakað í fjölmiðlum. Við erum að tala um algerlega klippt og skorið, hreint og klárt tálmunar- og barnaránsmál.“

„Jú, við erum að tala um fréttirnir af, hvað heitir hún, … Edda Björk Arnardóttir … sem að hefur viðurkennt og það er auðvitað öllum ljóst að hún fór til Noregs á sínum tíma og rændi börnum sínum af barnsfeðri. Hún er sannarlega blóðmóðir piltanna og allt það en hún rænir börnunum vegna þess að honum hafði verið dæmt ekki bara lögheimilið heldur fullt forræði.“

Frosti heldur áfram:

„Það er búið að margdæma þessa konu. Hún er sem sagt dæmdur glæpamaður. Hún er búin að brjóta lög trekk í trekk. Hún hefur rænt drengjunum sem er ólöglegt. Hún hefur líka haldið þeim eftir áður. Það var eitt dæmi sem leiddi til þess að honum var dæmt fullt forræði. Faðirinn vildi …. Ég hef lesið það í gögnum málsins …. að hún fengi fullt aðgengi að börnunum þetta yrði 50/50 skipting, vika og vika og svo framvegis.“

Segir Eddu hafa stungið af

Frosti fullyrðir að Edda hafi „stungið af“ frá manni og börnum í Noregi og fundið sér kærasta á Íslandi. Umgengninni hafi verið eftir það skipt á milli hennar og föður barnanna. Hún hafi hins vegar neitað að skila börnunum til Noregs eftir vetrarfrí á Íslandi. Þá hafi hún verið dæmd í 6 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Noregi.

„Það er alvarlegt,“ segir Frosti.

Hann segir Eddu hafa „stungið af“ til Íslands eftir að dómurinn féll í Noregi.

Frosti segir Eddu hafa samið um að afplána dóminn á Íslandi í formi samfélagsþjónustu. Á meðan það samkomulag hafi verið í gildi hafi Edda leigt flugvél, farið með henni til Noregs og flutt drengina til Íslands. Frosti segir hana með þessu móti hafa rænt börnunum.

„Þetta er sem sagt glæpakvendi.“

Frosti gerir miklar athugasemdir við fréttaflutning íslenskra fjölmiðla af málinu og segir þá láta Eddu líta óverðskuldað út fyrir að vera hetja.

Hann segir föður drengjanna ekkert hafa gert af sér en öðru máli gegni um Eddu:

„Það kemur fram í skjölum sem ég hef hérna að konan hins vegar er talin vera beinlínis hættuleg. Það segir hérna: „Er sérstaklega vísað til þeirra ástæðna sem móðir hafi gefið fyrir að halda börnunum á Íslandi. Hún er sögð stjórnast af hvatvísi og hafa endurtekið sýnt að hún beri ekki virðingu fyrir dómsúrskurðum. Eftirlit sé einnig nauðsynlegt til að vernda börnin gegn neikvæðum áhrifum frá móður sem hafi upp sterkar viðvaranir og að mati réttarins tilefnislausar ásakanir í garð föður um það hvernig hann sjái um börnin sín“.“

Frosti les þessi orð úr útprentuðum skjölum en tekur ekki fram um hvaða skjöl er nákvæmlega um að ræða en samhengið bendir til að um sé að ræða dómsúrskurð í málinu.

Frosti segir Eddu haga sér með dæmigerðum hætti kvenna sem reyni að tálma umgengni feðra við börn sín með upplognum sökum.

„Ef þetta er ekki ofbeldi. Ef þetta er ekki eitt ljótasta ofbeldi sem um getur í samskiptum kynjanna þá veit ég ekki hvað það er. Þetta er hreinn og klár hryllingur.“

Kynningarstikluna í heild sinni má s.já hér að neðan. Fyrir utan það sem fram kemur hér gagnrýnir Frosti meðal annars harðlega aðkomu íslenskra yfirvalda að málinu og aðkomu samtakanna Líf án ofbeldis. Hann kallar einnig það fólk sem kom að heimili Eddu á meðan aðfararaðgerðin stóð yfir „skríl“ og að framkoma þessa fólks hafi verið „ógeðsleg“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt