fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Bresk stjórnvöld nötra vegna nýrrar bókar fyrrverandi ráðherra – Valdamikill maður lét negla dauða kanínu á hurð sem mafíulega viðvörun

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. nóvember 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsverður titringur er í Bretlandi vegna nýrrar bókar fyrrverandi menningarmálaráðherra landsins Nadine Dorries, sem ber heitið The Plot: The Political Assassination of Boris Johnson. Eins og nafnið gefur til kynna fer Dorries yfir atburði á bak við tjöldin sem leiddu til afsagnar Boris Johnson sem forsætisráðherra Bretlands sumarið 2022.

Dorries hefur haldið því fram að fulltrúar bresku ríkisstjórnarinnar hafi gert allt til þess að stöðva útgáfu bókarinnar. Hafi þess verið krafist að hún léti af hendi drög að bókinni til yfirlesturs annars ætti hún það yfir höfði sér að vera sett á svartan lista og útilokuð frá opinberum embættum í framtíðinni. Því hafi hún neitað að hlýða.

Í bókinni er Dorries sögð halda því fram  að ónefndir og valdamiklir menn stjórni breska Íhaldsflokknum bak við tjöldin. Einn þeirra er sagður ganga undir nafninu Dr. No en sá elski ofbeldi og haldi um alla stjórnartauma í Downingstræti 10. Segir Dorries að núverandi forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak, hreyfi sig ekki án þess að bera það undir viðkomandi. Þrátt fyrir völd Dr. No geti fólk unnið árum saman í ráðuneytinu og aldrei heyrt á nafn hans minnst.

Þessi ónefndi maður hafi unnið áratugum saman fyrir stjórnvöld, meðal annars ríkisstjórni David Cameron, Theresu May, Boris Johnson og Rishi Sunak.

Ferill hins ónefnda valdamanns á að vera nokkuð skuggalegur. Meðal annars hafi hann átt að hafa ógnað fyrrverandi kærustu sinni og bróður hennar á árum áður með því að drepa kanínu sem bróðirinn átti, skera hana í fjóra bita og negla hana á útidyrahurð heimilis þeirra. Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að blaðamenn miðilsins hafi borið þetta undir þennan tiltekna bróður sem sannarlega staðfesti að „eitthvað hefði gerst“ fyrir kanínuna hans þegar hann var barn, um það leyti sem systir hans hætti með umræddum Dr. No.

Dorries hefur gagnrýnt forsætisráðherrann Rishi Sunak harðlega og sagt hann hafa snúið bakinu við grunngildi Íhaldsflokksins. Hann sé einungis valdalítil strengjabrúða nafnlausra manna eins og Dr. No.

Ljóst er að bókarinnar er beðið með mikilli eftirvæntingu og vott af kvíða hjá núverandi stjórnvöldum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Í gær

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn
Fréttir
Í gær

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“