fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Þrír handteknir vegna skotárásarinnar í Úlfársdal

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 18:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mbl.is greindi frá því fyrir stuttu að Grímur Grímsson yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu hafi staðfest að þrír menn hafi verið handteknir vegna skotárásarinnar sem framin í Úlfarsárdal í nótt. Grímur tjáði Mbl að atburðarásin væri að skýrast en rannsóknin sé enn í fullum gangi. Hann segir ekki ákveðið hvort lýst verður eftir einhverjum vegna málsins en segir að lögreglan sé enn að hafa upp á fólki í tenglsum við málið.

Maður varð fyrir skoti en lifði árásina af en Grímur tjáði Mbl að hann hefði verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Annað skot lenti á íbúð fólks sem tengdist málinu ekki á nokkurn hátt. Sá aðili sem skaut náði að flýja af vettvangi en virðist nú hafa verið handtekinn eftir leit lögreglu í dag. Sagði lögreglan að um uppgjör milli tveggja hópa hefði verið að ræða.

DV ræddi fyrr í dag við konu sem býr í fjölbýlishúsinu sem skotárásin var framin í námunda við. Hún sagði íbúa slegna óhug og að ekki hefðu allir þeirra verið meðvitaðir um hvað hefði átt sér stað þegar börn í húsinu og næsta nágrenni héldu til skóla í morgun örfáum klukkutímum eftir að árásin átti sér stað. Hún gagnrýndi að ekki hefði allir íbúar verið strax látnir vita en eins og sjá mátti af myndum úr anddyri hússins var þar enn blóð úr hinum særða þegar íbúar fóru á stjá í morgun.

Sjá einnig: Skotárásin við Silfratjörn – Blóðblettir enn í gólfi sameignar þegar börn héldu til skóla í morgun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta