fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Fréttir

Staðan leggst illa í bæjarbúa: „Ótti og kvíði hjá fólki“ – Upplýsingafundur á morgun

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 09:00

Grindvíkingar eru ýmsu vanir eftir atburði síðustu ára. Farið verður yfir stöðuna með bæjarbúum á fundi á morgun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upplýsingafundur fyrir íbúa Grindavíkur verður haldinn á morgun þar sem vísindamenn og fleiri verða fengnir til að fara yfir stöðuna á Reykjanesi.

Jörð hefur skolfið við Þorbjörn, bæjarfjall Grindavíkur, og er hrina sem hófst í gærmorgun skýrt merki um kvikuhlaup. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt varð skjálfti undir Þorbirni sem mældist 3,7 að stærð.

Kvika á mörgum stöðum

Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og jarðhnika á Veðurstofunni, sagði í fréttum RÚV í gærkvöldi að kvikuhreyfingar mælist nú á 3-4 kílómetra dýpi undir Þorbirni.

„Það virðist bara vera kvika á dálítið mörgum stöðum þarna undir Reykjanesskaganum og við erum í rauninni enn þá að fylgjast með djúpri kvikusöfnun undir Fagradalsfjalli en þarna erum við komin hreinlega með kvikuinnskot á nokkra kílómetra dýpi undir Þorbirni. Þannig að það virðist vera nægt aðgengi að kviku,“ sagði Kristín í fréttum RÚV.

Getur breyst hratt

Veðurstofan hefur fylgst grannt með gangi mála á svæðinu og í tilkynningu sem birtist á vef Veðurstofunnar eftir hádegi í gær kom fram að engar vísbendingar væru um gosóróa en hrinan sem hófst í gærmorgun hafi verið skýrt dæmi um kvikuhlaup, það er að segja að kvika sé á hreyfingu. Nú er horft til þess hvort smáskjálftavirkni aukist nær yfirborði sem væru skýr merki um að kvika sé að brjóta sér leið í gegnum jarðskorpuna. Miðað við mælingar á hádegi í gær eru engin skýr merki um slíkt.

„Staðan getur hinsvegar breyst hratt og ekki hægt að útiloka þá sviðsmynd að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna á svæðinu norðvestur af Þorbirni. Það er mikilvægt að benda á að algengast er að kvikuhreyfingar sambærilegar þeim sem sjást nú fjari út og endi ekki með eldgosi. En áður hefur verið bent á að sprunguhreyfingar vegna gikkskjálfta nærri og austan Svartsengis gætu mögulega gert kvikunni auðveldara að færast grynnra í skorpunni,“ sagði í tilkynningu Veðurstofunnar.

Ótti og kvíði hjá fólki

Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði við RÚV í gærkvöldi að íbúafundur verði haldinn á klukkan 17:30 morgun vegna stöðunnar. Hann segir stöðuna leggjast illa í íbúa bæjarins en þeir séu þó öllu vanir.

„Vissulega þá kemur þetta upp ótti og kvíði hjá fólki. Þetta er reyndar í fimmta skiptið sem það er landris á þessum slóðum frá 2020 og það hefur ekki orðið neitt gos í framhaldi af því en engu að síður er það alvarlegt mál, eða getur verið, að það sé kvikusöfnun þarna undir og við vitum ekki hvert hún kann að leita í framtíðinni,“ sagði Fannar í fréttum RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir

Kaþólsku kirkjunni vantar 100 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað