fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Sakar Sigurð Skúlason um Gyðingahatur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 11:50

Finnur Th. Eiríksson og Sigurður Skúlason: Myndin er samsett. Myndir-Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnur Th. Eiríksson meðlimur í Menningarfélagi Gyðinga og stjórnarmaður í samtökunum Með Ísrael fyrir friði ritar í dag grein sem birt er á Vísi. Í grein sinni vísar Finnur til greinar sem Sigurður Skúlason leikari birti á sama miðli. Í sinni grein skrifar Sigurður um yfirstandandi átök fyrir botni Miðjarðarhafs. Sigurður segir meðal annars í greininni: „Gyðingar sem áttu alla okkar samúð og samkennd í Helförinni hafa nú tekið að sér hlutverk böðulsins.“

Finnur segir skrif af þessu tagi fela í sér Gyðingahatur:

„Það skiptir engu máli hvort samúð manns liggur hjá Palestínumönnum eða Ísraelum í þessu máli. Þetta er Gyðingahatur. Það að nota sársaukafyllsta viðburð í sögu Gyðinga til að núa þeim honum um nasir er Gyðingahatur. Það að alhæfa á neikvæðan hátt um Gyðinga sem heild er Gyðingahatur.“

Finnur virðist forviða yfir því að um 5.000 manns hafi líkað við grein Sigurðar á Facebook:

„Sigurður Skúlason er maður sem notar samkennd með Palestínumönnum sem skjól fyrir hatri sínu. En er Sigurður Skúlason einn um þessa afstöðu? Greinilega ekki, því um fimm þúsund manns hafa líkað við færslu hans.“

Finnur leggur mikla áherslu á að aðgreina verði Gyðinga frá ísraelskum stjórnvöldum en telur viðbrögð við grein Sigurðar sýna að fjölmargir séu hreinlega ófærir um það. Hann segir þátt íslenskra fjölmiðla mikinn í því þar sem þeir lepji upp áróður Hamas-samtakanna:

„Kjarni málsins er sá að íslenskir fjölmiðlar hafa í raun ekki hundsvit á því sem er að gerast í þessum heimshluta. Þessum pistli fylgir því ákall til þeirra um að hætta að fjalla um þetta mál á þennan hlutdræga og æsifréttalega hátt. Það má færa rök fyrir því að þeir hafi hreinlega framleitt Gyðingahatur með umfjöllun sinni.“

Finnur minnir að lokum á að ekki sé einhugur meðal Gyðinga um yfirstandandi átök:

„Að lokum langar mig að undirstrika að Gyðingar hafa innbyrðis ólíkar skoðanir á þessu stríði, líkt og öllu öðru. Það er því algjörlega óboðlegt að minnihlutahópur á Íslandi sé djöfulgerður á þennan hátt á opinberum vettvangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar

„Við erum ekki í stríði – en það er heldur ekki friður“ segir forsætisráðherra Svíþjóðar
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóramálið: Menn sem höfðu samræði við konuna báru vitni fyrir dómi – Sigurjón kom nakinn til dyra

Verslunarstjóramálið: Menn sem höfðu samræði við konuna báru vitni fyrir dómi – Sigurjón kom nakinn til dyra
Fréttir
Í gær

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“