fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Sólveig Anna harðorð – „Þetta styðja íslensk stjórnvöld. Þjóðarmorð“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 9. október 2023 21:00

Sólveig kallar Katrínu Jakobsdóttur fyrrverandi friðarsinna. Mynd/Samsett/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar hefur verið harðorð í garð Ísraelsmanna og íslenskra stjórnvalda eftir að átök brutust út á laugardag á milli Hamas hreyfingarinnar og Ísraelsmanna. Hún segir íslensk stjórnvöld styðja þjóðarmorð á Gaza.

„Ég styð íslensk stjórnvöld ekki. Ég skammast mín fyrir þau,“ segir Sólveig Anna á samfélagsmiðlum. En íslensk stjórnvöld hafa fordæmt árás Hamas og lýst því yfir að réttur Ísraelsmanna til að verja sig sé algjör.

Eftir árásina hafa Ísraelsmenn látið sprengjum rigna yfir Gaza ströndina og hyggjast loka fyrir bæði rafmagn og matarsendingar inn á svæðið.

„Ísraelar segjast vera komnir með yfirhöndina og hafa fyrirskipað „algjört umsátur“ um Gaza-svæðið: „Ekkert rafmagn, enginn matur, ekkert eldsneyti,“ segir Sólveig Anna. „Þetta styðja íslensk stjórnvöld. Þjóðarmorð.“

Katrín sé fyrrum friðarsinni

Segir hún afstöðu íslenskra stjórnvalda fyrirlitlega og nefnir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra sérstaklega í því samhengi. Kallar Sólveig Anna Katrínu „fyrrum friðarsinna.“

„“Hryðjuverk“ gala íslensk stjórnvöld eins hátt og þau geta, til að tryggja sér ákafari og betri strokur frá Ameríku og hinu gjörspillta Evrópusambandi, þegar að fólk sem verið er að murka úr lífið reynir að rísa upp og kasta af sér oki kúgunar, rasisma og aðskilnaðarstefnu,“ segir Sólveig Anna og bendir á ok Palestínumanna á Gaza ströndinni.

„Með því styðja íslensk stjórnvöld kúgun, rasisma og aðskilnaðarstefnu og standa gegn alþjóðalögum. Með því eru íslensk stjórnvöld komin á mála hjá sadistum. Styðja þann ófyrirgefanlega hrylling sem að fólkið í Palestínu, sérstaklega þau sem að eru innilokuð í pyntinga-fangelsinu Gaza, þarf að þola árum og áratugum sama.“

Gunnar Smári á sama máli

Flokksbróðir hennar Gunnar Smári Egilsson, blaðamaður, tekur í sama streng. Þá í færslu á samfélagsmiðlum um fréttaflutning af flutningi Íslendinga frá Ísrael. En um 120 Íslendingar voru fluttir með flugvél frá Jórdaníu í dag.

„Með fullri virðingu, kæra fjölmiðlafólk, íslenskir ferðamenn í Ísrael eru ekki merkasta fréttin af stríðinu í Palestínu. Það er eiginlega skammarlegt að eyða mínútum og dálksentímetra í smávægileg óþægindi þess,“ segir Gunnar Smári.

„Ekki að ég sé að biðja um enn meira rými fyrir öfgafulla stuðningsmenn Ísraelsstjórnar, nóg rými fá þeir. En það er fullt tilefni til að segja frá hernaði Ísraelsstjórnar gegn Palestínumönnum, þá aðskilnaðarstefnuna sem hún rekur og hvernig hún hefur skipulega reynt að brjóta niður einstaklinga og samfélög áratugum saman með styrkum stuðningi þess sem kallað er Vesturveldin í daglegu tali, en sem í raun eru ekkert annað en heimsveldi Bandaríkjanna og leppríki þeirra.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu