fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Íbúar pirraðir á stórvirkum vinnutækjum – Hafa teppt stæðin í þrjá mánuði

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 9. október 2023 18:41

Íbúar við götuna eru orðnir pirraðir á tækjunum. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar við Langholtsveg eru orðnir langþreyttir á stórum vinnutækjum og trukki sem hefur verið lagt í stæði í götunni mánuðum saman. Verkið var að langmestu klárað fyrir löngu síðan.

Fimm heimili réðu pípulagningarfyrirtæki til þess að skipta um frárennslislagnir í sumar. Um er að ræða íbúa í einu fjórbýli og einu einbýlishúsi.

Verkinu hefur lítið miðað áfram undanfarið en tækin hafa teppt bílastæðin, bæði fyrir þeim sem búa í umræddum íbúðum og nágrönnum þeirra. Hefur meðal annars verið kvartað til Reykjavíkurborgar yfir þessu.

Verkið stopp vikum saman

Að sögn pípulagningarfyrirtækisins er verkinu ekki lokið og því séu vélarnar þarna enn þá. Að sögn eins af verkkaupunum hefur verkið gengið mjög stopullega. Stundum gerist ekkert vikum saman jafn vel þó ýtt hafi verið á eftir verkinu.

Tækin hafa staðið þarna í um þrjá mánuði. Mynd/aðsend

Verkið var búið að langstærstum hluta fyrir þó nokkru síðan en enn þá á eftir að ganga frá lausum endum. Þá hefur verið gefin út rukkun þó svo að verkinu sé ekki lokið.

Stærra verk tók ellefu daga

Það eru ekki aðeins vinnuvélar og trukkur sem hafa teppt stæðin í götunni. Um tíma voru líka stórir sand og malarbingar.

Trukkurinn er stór. Mynd/aðsend

Nágranni segir forkastanlegt hversu langan tíma þetta taki. Sjálfur hafi hann keypt stærra verk, það er ný frárennslisrör, auk þess að láta leggja dren í kringum sitt hús og skipta um neysluvatnsrör. Það verk tók í heildina ellefu daga.

Þetta bitni ekki aðeins á þeim sem keyptu verkið heldur öðrum íbúum götunnar sem þurfa að nota stæðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Í gær

Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður

Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm