fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Séra Geir Waage leiðir núna baráttuna gegn meintri óviðeigandi kynfræðslu í skólum – „Misboðið með óviðeigandi og klámfengnu kennsluefni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 6. október 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýstofnað málfundafélag, Frelsi og fullveldi, hélt nýlega opinn fund fyrir fullu húsi á veitingastaðnum Catalínu í Kópavogi. Fundurinn bar yfirskriftina Óviðeigandi kennsluefni í skólum. 

Mikill styrr hefur staðið um kennslubókina Kyn, kynlíf og allt hitt en annar framsögumanna á fundinum var Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, uppeldis-,fíkni- og fjölskyldufræðingur, sem hefur gagnrýnt bókina harðlega í viðtali við DV.

Guðrún Ágústa gagnrýnir kynfræðslubók harðlega – „Mikið markaleysi og margt óviðeigandi sem á ekki erindi við ung börn”

Hinn framsögumaðurinn á fundinum var Kristín Þormar skrifstofustjóri. Líflegar umræður spunnust á fundinum að loknum framsöguræðum, að því er segir í fréttatilkynningu um fundinn.

Formaður félagsins Frelsi og fullveldi er séra Geir Waage, pastor emeritus í Reykholti.

Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, er stjórnarmaður í félaginu.

Félagið samþykkti tvær ályktanir eftir fundinn, aðra gegn meintu óviðeigandi kynfræðsluefni og hina til stuðnings kristnifræðslu í skólum. Ályktanirnar eru eftirfarandi:

„Málfundafélagið FRELSI OG FULLVELDI hafnar því að leik- og grunnskólabörnum sé misboðið með óviðeigandi og klámfengnu kennsluefni í skólum landsins.

Börn eiga rétt á að fá að vera börn og eiga að vera varin fyrir að brotið sé gegn sakleysi þeirra og blygðunarkennd og með því að ráðast inn í sálarlíf  þeirra til að sá fræjum efasemda um sjálfsmynd þeirra og vitund.

Opinn fundur félagsins haldinn á veitingahúsinu Catalínu í Kópavogi 2. október 2023 krefst þess að umdeild kennslubók og önnur sambærileg kennslurit og kennsluefni verði tekin úr notkun í leik- og grunnskólum landsins.

Stjórnvöld geta ekki vikið sér undan ábyrgð sinni í þessu efni.“


„Málfundafélagið FRELSI OG FULLVELDI leggur áherslu á krisitinfræðikennslu í skólum landsins.

Opinn fundur félagsins haldinn á veitingahúsinu Catalínu í Kópavogi 2. október 2023 ályktar að skora á Alþingi og stjórnvöld að beita sér fyrir samþykki framkominnar tillögu á Alþingi um aukna fræðslu barna og ungmenna um kristin fræði og kristinn menningararf.“

Báðar ályktanirnar voru samþykktar einróma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“