fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Landsréttur mildaði dóm yfir ofbeldisfullum eiginmanni og föður – Ógnarástand í tvö ár

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 6. október 2023 22:00

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur mildað dóm yfir manni fyrir heimilisofbeldi gagnvart fyrrverandi eiginkonu og tveimur börnum úr tveggja ára fangelsi í átján mánaða. Dómurinn féll þann 29. september en var birtur í dag 6. október.

Maðurinn hafði verið sakfelldur í Héraðsdómi Suðurnesja þann 28. febrúar árið 2022 fyrir stórfelld brot í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni og tveimur börnum þeirra. Kemur fram að þau séu af erlendu bergi brotin en hafi nýlega fengið íslenskan ríkisborgararétt.

Náðu brotin yfir tveggja ára tímabil, frá ársbyrjun 2017 til ársbyrjun 2019, og fólust í því að hafa ítrekað og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi þeirra, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi.

Viðvarandi ógnarástand í tvö ár

Á heimilinu skapaðist ógnarástand sem beindist gagnvart öllum þremur fórnarlömbunum. Máttu þau búast við ofbeldi af hálfu mannsins hvenær sem var. En það út af fyrir sig er tilgreint sem ofbeldi samkvæmt nýlegum ákvæðum hegningarlaga.

„Viðvarandi ógnarástand innan veggja heimilis í um tvö ár sé langur tími fyrir þolendur,“ segir í dóminum.

Börnin, sem eru drengur og stúlka, hafa fengið þjónustu hjá Barnahúsi vegna ofbeldisins.

Í skýrslum lýsti stúlkan því þegar faðir hennar öskraði á bróður hennar, tók aftan í hnakkann á honum og dró hann að spegli. Einnig að hann hefði tekið í hendi hennar, lyft henni upp og hent henni í gólfið. Í nokkur skipti hafi hann tekið í hendur hennar og eyru þegar hann var reiður.

Hótaði að kasta ömmunni í sjóinn

Einnig lýsti hún því meðal annars að faðirinn hafi neytt bróður hennar til að borða sveppi af pizzu. Hann hafi sett kodda yfir andlit hennar þegar vinkona hennar var hjá henni. Að hann hafi legið móður þeirra í andlitið sem hafi dottið við það í gólfið. Þá hafi hann einnig beitt ömmu þeirra ofbeldi þegar hún reyndi að koma þeim til varnar.

„Minntist hún þess að hafa heyrt föður hóta því að hann myndi drepa ömmu hennar og henda henni í sjóinn,“ segir í dóminum.

Börnin hafi komið sér upp leyniorðinu „stormur“ þegar þau vissu að faðir þeirra væri reiður. Einnig hafi heimilismenn passað upp á að fara hljóðlega um á morgnanna til að vekja ekki föðurinn því þá gæti hann orðið reiður. Dóttirin lýsti því að hún hafi reynt að vera með vinkonur sínar á heimilinu því þá hefi hann síður reiðst. Stundum fór móðirin með börnin út af heimilinu og til Reykjavíkur á hótel á meðan reiðiköstin stóðu yfir.

Milduðu refsingu og lækkuðu miskabætur

Líkt og í héraðsdómi var faðirinn fundinn sekur um fyrrnefnd brot en refsingin var hins vegar milduð af dómurunum Arnfríði Einarsdóttur, Ásmundi Helgasyni og Jóhannesi Sigurðssyni.

„Í málinu liggur ekki fyrir að brot ákærða hafi falið í sér sérstaklega hættulega aðferð eða leitt af sér  stórfellt líkams- eða heilsutjón fyrir brotaþola,“ segir í niðurstöðu þeirra.

Miskabótakrafa til barnanna var staðfest en dómararnir þrír lækkuðu miskabætur til eiginkonunnar úr 3,5 milljón króna í 2,5 milljón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Í gær

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“