fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Sauð upp úr milli ókunnugra á Ísafirði – Sagði brotaþola hafa „verið með einhverja stæla“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 5. október 2023 19:00

Mynd: Stockphoto

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

21 árs gamall karlmaður hlaut nýlega fjögurra mánaða dóm fyrir Héraðsdómi Vestfjarða fyrir líkamsárás fyrir utan veitingastað á Ísafirði fyrir rúmu ári síðan. Karlmaðurinn réðist þar á brotaþola og sló hann einu hnefahöggi í andlitið með hægri hendi, með þeim afleiðingum að brotaþoli féll í jörðina. Ákærði sló síðan brotaþola að minnsta kosti tveimur hnefahöggum í viðbót með hægri hendi, með þeim afleiðingum að hann hlaut 3 sm langan skurð ofan við vinstri augabrún sem þurfti að sauma með fjórum sporum.

Fyrir dómi sagðist ákærði hafa verið að ræða við félaga sinn fyrir utan staðinn þegar brotaþoli kom að þeim og hafi „verið með einhverja stæla“. Sagðist hann hafa snúið sér frá brotaþola, en þá fengið högg í sig að aftan og líklega hefði brotaþoli sparkað í hann. Ákærði hafi fallið við, en staðið upp og þá fengið’ högg á hnakka. Sagði hann að brotaþoli hafi þá gert sig líklegan til að ráðast á ákærða, og sagðist þá hafa kýlt brotaþola og hafi síðan „tekið nokkur högg á brotaþola“. Sagðist hann hafa slegið brotaþola þar til að hann hefði legið og mundi ekki hvort hann hefði slegið hann eftir það.

Sagðist hafa séð „smá blóð“ á enninu á brotaþola

Aðspurður um hvort ákærði hefði valdið þeim áverkum sem komu fram á myndum sem lágu fyrir í málinu, kvað ákærði að það gæti vel verið, en hann hafi bara séð „smá blóð“ á enninu á brotaþola. Ákærði kvaðst ekki hafa átt upptökin að þessum átökum og sagðist aðeins hafa verið að verja sig. Hann hafi ekki þekkt brotaþola þegar þetta átti sér stað. Brotaþoli hafi átt fyrsta höggið og ákærði hefði ekki ráðist á brotaþola ef brotaþoli hefði ekki slegið fyrst. Aðspurður kvaðst hann ekki vita hvers vegna brotaþoli hafi veist að honum þarna.

Man eftir að hafa gefið sig á tal við ákærða

Brotaþoli sagðist fyrir dómi muna eftir að hafa gefið sig að ákærða og öðrum manni sem hafi verið að hvíslast á fyrir utan staðinn og hafi spurt þá „hvort það væri einhver hvísluleikur“ í gangi. Síðan hafi hann ekki munað meira, hvorki rifrildi né högg. Mundi hann eftir að hafa verið í eldhúsi staðarins að tala við lögreglu og að hafa verið ekið á sjúkrahús um nóttina.

Bar við sjálfsvörn

Ákærði viðurkenndi að hafa veitt brotaþola þrjú högg í andlit með krepptum hægri hnefa. Ákærði sagðist hafa gert það í sjálfsvörn þegar brotaþoli veittist að honum. 

Dómari í málinu mat það svo að viðbrögð ákærða við atlögu brotaþola hafi verið mun hættulegri en atlagan gaf tilefni til. Sýnt þótti að hnefahögg ákærða hafi verið veitt af verulegu afli og ákærði hætti ekki fyrr en brotaþoli lá á jörðinni. 

Með broti sínu rauf ákærði skilorð. Í maí árið 2020 hlaut hann 30 daga fangelsi fyrir meðal annars líkamsmeiðingar af gáleysi, var sá dómur skilorðsbundinn til tveggja ára. Sá dómur var dæmdur upp í september árið 2021 þegar ákærði hlaut 60 daga fangelsi fyrir umferðarlagabrot og brot á 1. mgr. 157. gr. almennra hegningarlaga, var sá dómur skilorðsbundinn til þriggja ára.

 

Var refsing samkvæmt seinni dóminum því tekin upp núna og ákærða ákveðin refsing í einu lagi. Sagði dómari ákærða sakfelldan fyrir árás á brotaþola sem telst langt umfram tilefni og væri lýsing ákærða sjálfs á atlögu brotaþola að honum lögð til grundvallar.

 

Ákærði var því dæmdur til fjögurra mánaða fangelsis, auk þess að greiða brotaþola 400.000 krónur auk vaxta og sakarkostnað að fjárhæð 612.640 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Í gær

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“