fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Var tíu ára og hræddur – „Þreifar á því sem fyrir verður, þar á meðal kynfærunum“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 31. október 2023 09:00

Bók Guðmundar Magnússonar hefur vakið mikið umtal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókin „Séra Friðrik og drengirnir hans“ eftir sagnfræðinginn Guðmund Magnússon er komin út. Bókin er ein sú umtalaðasta sem kemur út fyrir þessi jól enda hefur hún rennt stoðum undir þann orðróm að séra Friðrik Friðriksson hafi haft kenndir til ungra drengja og misnotað þá.

Eftir að fjallað var um bókina í þættinum Kiljunni hjá RÚV í síðustu viku hafa flóðgáttir opnast á samfélagsmiðlum. Umræðan hefur meðal annars beinst að styttunni frægu, „Séra Friðrik og drengurinn“, sem stendur við Lækjargötu og hafa margir kallað eftir því að hún verði fjarlægð.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason, sem tók viðtalið við Guðmund í Kiljunni, hefur kallað eftir stillingu og að fólk kynni sér málið og lesi bókina.

Bókin er voldugt og ítarlegt verk þar sem kafað er djúpt ofan í ævi og feril séra Friðriks. Aftarlega er kafli þar sem Guðmundur lýsir frásögn ónefnds manns, sem kallaður er Kristinn. „Saklaus, varnarlaus og hræddur“ er kaflinn titlaður og fjallar um þegar Kristinn var færður 10 eða 11 ára gamall til séra Friðriks.

Trúverðug frásögn

„Ekki eiga allir „drengirnir hans séra Friðriks“ jafn ánægjulegar minningar um hann,“ segir Guðmundur í upphafi kaflans. Áðurnefndur Kristinn sé maður sem er nú á áttræðisaldri og hafði samband þegar Guðmundur var að leggja lokahönd á verkið. Treysti hann sér ekki til þess að koma fram undir nafni með reynslusögu sína. „Hann er trúverðugur og sama er um sögu hans að segja,“ segir Guðmundur.

„Kristinn fæddist í Reykjavík á seinni hluta fimmta áratugar síðustu aldra og sleit þar barnsskónum. Fjölskyldan var kirkjurækin og velviljuð KFUM. Hann var snemma hvattur til að sækja sunnudagaskóla félagsins og síðar fundi í húsi KFUM við Amtmannsstíg,“ segir í kaflanum.

Á þessum tíma hafi vinir og leikbræður gjarnan farið samferða á fundina á sunnudögum, allir spariklæddir eins og þá tíðkaðist. Á eftir var oft farið í þrjúbíó í eitthvert kvikmyndahúsanna þar nálægt.

Seilist til barnsins

„Eitt sinn að loknum fundi hjá KFUM eftir hádegi á sunnudegi, þegar Kristinn er 10 eða 11 ára gamall, biður flokksforingi hann um að koma með sér til séra Friðriks í stofu hans á efri hæðinni. En þar heldur Friðrik sig mest, orðinn fótahrumur og nær því blindur.“

Sjá einnig:

Egill hvetur til stillingar varðandi séra Friðrik

Séra Friðrik lést 92 ára gamall árið 1961 og því hefur hann verið í kringum áttrætt þegar drengurinn var leiddur til hans.

„Hann er leiddur inn og skilinn einn eftir með séra Friðriki. Þótt síðan séu liðnir séu margir áratugir er Kristni enn minnisstæður þykkur og óþægilegur reykjarmökkurinn sem mætir honum, bækurnar mörgu í hillunum og alskeggjaður, svartklæddur öldungurinn með kollhúfu á höfði og vindil í munni. Hann man vel hvernig séra Friðrik fagnar honum, seilist til hans, káfar á honum öllum utanklæða og þreifar á því sem fyrir verður, þar á meðal kynfærunum. Svo er Kristinn sóttur aftur; ringlaður. Hann veit ekki og skilur ekki af hverju séra Friðrik hagar sér svona.“

Strákarnir vissu

Í kaflanum segir að orðrómurinn um séra Friðrik hafi verið þekktur á þessum tíma. Drengirnir margir hafi vitað af þessu.

„Kristinn kveðst ekki vita hvað réð því að hann var valinn til að fara til Friðriks þennan dag. „Ég var bara lítill saklaus, varnarlaus og hræddur ungur drengur þegar þetta gerðist,“ segir hann, en minnist þess að aðrir strákar hafi vitað af þessum sunnudagsheimsóknum til séra Friðriks. Þeir hafi talað sína á milli um þetta sem hann og einhverjir fleiri höfðu lent í án þess að þeir hefðu litið á þetta „sem eitthvert stórmál eða við verið eitthvað beygðir eða brotnir á þeim tíma“.“

Ekkert hægt að afhafast

Kristinn hélt áfram að sækja fundi KFUM. Þetta var allt annar tími, ekki samanburðarhæfur við nútímann.

„Hann segir að á svona málum hafi aldrei verið tekið og ekki hvarflað að neinum að vera með „læti eða uppsteyt“ úta af þessu. „En það sem var látið óátalið á þessum tíma yrði ekki liðið í dag. Tímarnir eru ekki samanburðarhæfir. Þessu var bara tekið eins og hverju öðru hundsbiti,“ segir Kristinn. Atvikið situr hins vegar í sál hans. „Ég þagði um þetta þar til ég komst á fullorðinsár og það fór alltaf verr og verr í mig að horfa upp á lalla þessa dýrkun á séra Friðriki sem hafði brotið svona á mér sem barni.““

Sjá einnig:

Séra Friðrik hélt mjög upp á nakta drenginn Drumb – „Hann er mjög óþekkur og fæst ekki til að fara í nokkra spjör“

Kristinn hafði samband við Stígamót árið 2018, um sjö áratugum eftir atvikið. Það sem gerði útslagið var að verið var að minnast 150 ára afmælis séra Friðriks með pompi og prakt.

„Því fylgir ákveðinn léttir og losar um reiðina sem býr innra með honum í öll þessi ár út af atvikinu, en eðli málsins samkvæmt er ekkert hægt að aðhafast.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar