fbpx
Miðvikudagur 14.ágúst 2024
Fréttir

Umboðsmaður telur að innviðaráðuneytinu hafi verið heimilt að vísa frá kærum Miðflokksmannsins Þrastar

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 31. október 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umboðsmaður alþingis ályktaði í vor að innviðaráðuneytið hefði verið heimilt að vísa frá stjórnsýslukærum Þrastar Jónssonar, oddvita Miðflokksins í Múlaþingi. Meirihluti sveitarstjórnar kaus hann vanhæfan til að fjalla um leiðaval Fjarðaheiðagangna.

Austurfrétt greindi fyrst frá málinu en ályktunin var ekki birt á vef Umboðsmanns fyrr en nýlega.

Vanhæfismálið hefur vakið mjög harðar deilur í sveitarstjórn og miðvikudaginn 13. september sauð upp úr þegar Þröstur neitaði að yfirgefa sveitarstjórnarfund. Aðkoma lögreglu og handalögmál komu til tals í fundarhléi þann dag á Egilsstöðum en Þröstur vitnaði í ritninguna og sat sem fastast.

Meirihluti sveitarstjórnarmanna kusu Þröst vanhæfan í málinu 5. júlí 2022 vegna þess að bróðir hans á land sem göngin myndu fara um. Þröstur og Hannes Karl Hilmarsson, annar á lista Miðflokksins í Múlaþingi, hafa barist fyrir annarri leið en meirihlutinn vildi fara og báðir hafa þeir verið gerðir vanhæfir til að fjalla um málið.

Ákvörðun sveitarstjórnar ekki stjórnvaldsákvörðun

Málinu var skotið til Innviðaráðuneytisins og greinir fólk á um niðurstöðu þess. Meirihlutinn telur að álit ráðuneytisins, mjög langt plagg frá 16. janúar, sýni að framkvæmd vanhæfisins hafi verið rétt en Þröstur telur að ráðuneytið hafi ekki tekið afstöðu.

Sjá einnig:

Sauð upp úr þegar Þröstur neitaði að yfirgefa salinn – Rætt um lögreglu og handalögmál

Stjórnsýslukæra Þrastar til Umboðsmanns laut að því og fór hann fram á að ráðuneytið gerði frumkvæðisrannsókn á stjórnsýslu Múlaþings.

Umboðsmaður alþingis gerir ekki athugasemdir við meðferð ráðuneytisins á málinu. Ákvörðun sveitarstjórnarinnar hafi ekki verið stjórnvaldsákvörðun heldur málsmeðferðarákvörðun og því ekki kæranleg til ráðuneytis.

Þröstur kvartaði einnig undan öðrum atriðum í stjórnsýslu sveitarstjórnar. Umboðsmaður tekur ekki afstöðu til þeirra þar sem atriðin lúta ekki að endanlegum ákvörðunum í stjórnsýslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“
Fréttir
Í gær

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“
Fréttir
Í gær

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu
Fréttir
Í gær

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom starfsmanni Keflavíkurflugvallar í opna skjöldu – Sjáðu myndina

Kom starfsmanni Keflavíkurflugvallar í opna skjöldu – Sjáðu myndina