fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Þurfa að fara tvisvar fyrir Hæstarétt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. október 2023 14:30

Hús Hæstaréttar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn föstudag komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að hann muni taka fyrir tvö mál sem bæði voru höfðuð gegn endurskoðunarfyrirtækinu Ernst og Young ehf. og Rögnvaldi Dofra Péturssyni sem er einn af hluthöfum fyrirtækisins. Málin hafa ekki verið sett á dagskrá réttarins og óljóst er því hvort þau verða tekin fyrir á svipuðum tíma. Það er einn lögmaður sem gætir hagsmuna fyrirtækisins og Rögnvaldar Dofra í öðru málinu og annar í hinu.

DV hefur ekki upplýsingar um hvort að þetta er í fyrsta sinn síðan núverandi skipulag Hæstaréttar var tekið upp, þar sem rétturinn ákveður sjálfur hvað mál hann tekur fyrir, sem að rétturinn ákveður að taka fyrir tvö mismunandi mál sem höfðuð hafa verið gegn sömu aðilunum.

Annað málið var höfðað af Þrotabúi Sameinaðs Sílikons hf. sem fór fram á leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar frá 9. júní síðastliðinn.

Í ákvörðun Hæstarréttar segir að málið lúti að kröfu leyfisbeiðanda um greiðslu skaðabóta úr hendi Ernst og Young ehf. og Rögnvaldar Dofra vegna saknæmrar háttsemi við staðfestingu tveggja hlutafjárhækkana í Stakksbraut 9 ehf.

Byggði þrotabúið á því að engar greiðslur hafi komið fyrir hlutina og eiganda félagsins þannig gert kleift að eignast hlutafé með þeim hætti. Með þessu telji þrotabúið að sér hafi verið valdið tjóni. Þá byggi það á því að hinir stefndu hafi sýnt af sér saknæma háttsemi með því að staðfesta með áritun sinni í samrunaefnahagsreikningi félaganna Sameinaðs Sílikons hf. og Stakksbrautar 9 ehf. frá sama ári rangar upplýsingar um óefnislegar eignir.

Segir í ákvörðuninni að Ernst og Young ehf og Rögnvaldur Dofri hafi verið sýknuð fyrir bæði Héraðsdómi og Landsrétti.

Beiðni Þrotabú Sameinaðs Sílikons hf. um áfrýjun til Hæstaréttar er í ákvörðuninni sögð byggja meðal annars á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi um túlkun laga um skilyrði bótaábyrgðar endurskoðenda í tengslum við hækkun hlutafjár. Að lokum byggi leyfisbeiðandi á því að mat Landsréttar á saknæmi hafi verið gallað að því leyti að ekki hafi verið horft til þeirra margvíslegu hlutverka sem Rögnvaldur Dofri hafi gegnt fyrir félögin sem komi við sögu í málinu og vitneskju sem hann ýmist hafi búið yfir eða haft tilefni til að afla sér við endurskoðun.

Það er ákvörðun réttarins að af virtum gögnum málsins og að teknu tilliti til þess að rétturinn hafi þegar veitt áfrýjunarleyfi í máli þar sem reynir á samkynja álitaefni verði að líta svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi meðal annars um sérfræðiábyrgð á sviði endurskoðunar. Þar af leiðandi mun Hæstiréttur taka málið fyrir.

Hitt málið varðar meðal annars tæplega milljarð króna

Málið sem Hæstiréttur vísar til í fyrrgreindi ákvörðun er hitt málið sem höfðað var gegn sömum aðilum og óskað var eftir að fá að áfrýja til Hæstaréttar.

Síðara málið var höfðað af Íslenskum aðalverktökum hf., gegn Ernst & Young ehf. og Rögnvaldi Dofra Péturssyni, sem óskaði eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í málinu.

Í ákvörðun Hæstaréttar segir um þetta mál að það lúti að kröfu fyrirtækisins um viðurkenningu á óskiptri skaðabótaskyldu úr hendi gagnaðila á tjóni leyfisbeiðanda af verksamningi við félagið Sameinað Sílikon hf. sem hafi orðið af völdum þess að endurskoðaður ársreikningur Sameinaðs Sílikons hf. vegna ársins 2014 hafi ekki gefið rétta mynd af stöðu félagsins. Byggi Íslenskir aðalverktakar á því að sökum yfirsjónar stefndu hafi eigið fé Sameinaðs Sílikons hf. verið ofmetið þar. Hefði fyrirtækið haft réttar upplýsingar um það hefði það ekki haldið áfram vinnu við byggingu kísilverkmiðju fyrir félagið. Þá byggi Íslenskir aðalverktakar á því að gagnaðilar hafi sýnt af sér saknæma háttsemi með því að staðfesta með áritun sinni í samrunaefnahagsreikningi félaganna Sameinaðs Sílikons hf. og Stakksbrautar 9 ehf. frá sama ári rangar upplýsingar um óefnislegar eignir.

Landsréttur og Héraðsdómur sýknuðu Ernst & Young ehf. og Rögnvald Dofra í málinu.

Í ákvörðun Hæstaréttar segir að beiðni Íslenskra Aðalverktaka um áfrýjun til Hæstaréttar byggi meðal annars á því að úrslit málsins hafi fordæmisgildi enda reyni þar meðal annars á skaðabótaskyldu löggiltra endurskoðenda vegna staðfestingar greiðslna á hlutafé og þegar ársreikningur gefi ekki rétta mynd af fjárhagsstöðu fyrirtækis. Einnig byggi beiðnin á því að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Íslenskra aðalverktaka, útistandandi greiðslur á grundvelli verksamnings aðila nemi 1.113.657.533 krónum og að langstærstur hluti þeirrar fjárhæðar sé útlagður kostnaður fyrirtækisins. Að lokum byggi beiðnin á því að viðhafa beri mjög strangt sakarmat við aðstæður sem þessar og dómafordæmi sýni að gerðar séu mjög ríkar kröfur til aðgæslu sérfræðinga, sem Landsréttur hafi ekki gert.

Hæstiréttur mun taka málið fyrir en í ákvörðuninni segir að líta verði svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi meðal annars um sérfræðiábyrgð á sviði endurskoðunar.

Þar af leiðandi mun rétturinn taka fyrir tvö mál sem höfðuð voru gegn sömu aðilunum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“