fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Hvetur kristið fólk til að sniðganga hrekkjavökuna – „Forðist hjarðhegðun“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 31. október 2023 17:30

Friðrik hvetur kristna foreldra til að sniðganga hátíðina sem fram fer í kvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Schram, fyrrverandi sóknarprestur í Íslensku kristskirkjunni, hvetur kristið fólk til að sniðganga hrekkjavökuna. Hátíðin er haldin í dag og víða eru krakkar á ferð í búningum að sníkja sætindi.

„Draugar og óhugnaður. Mér geðjast ekki að hrekkjavökunni,“ segir Friðrik færslu á Facebook fyrir skemmstu. „Trúað fólk ætti að sniðganga hana og forða börnum sínum frá áhrifum hennar.“

Vinsældir hrekkjavökunnar hafa farið ört vaxandi hér á landi og nú má segja að dagurinn sé orðinn vinsælli en öskudagurinn. Friðrik beinir orðum sínum til foreldra.

„Foreldrar, sýnið sjálfstæði og forðist hjarðhegðun í þessu sambandi. Börn skyldu vernduð fyrir því sem er ljótt og vekur ótta og hrylling,“ segir guðsmaðurinn.

„Verndum börnin okkar“

Óhætt er að segja að færslan hafi fengið góðar viðtökur því henni hefur verið deilt víða. Einnig hafa margir sett þumal við færsluna eða skrifað athugasemd henni til stuðnings.

Á meðal þeirra sem eru ánægðir með hvatningu Friðriks er Geir Jón Þórisson, fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og yfirlögregluþjónn í Reykjavík sem margir muna eftir frá mótmælunum eftir bankahrunið.

„Mikið er ég sammála þér Friðrik minn,“ segir Geir Jón.

Hafsteinn G. Einarsson, framkvæmdastjóri kristilegu útvarpsstöðvarinnar Lindarinnar, segist einnig vera hjartanlega sammála. „Verum salt og ljós í okkar samfélagi, svo fólk finni og sjái muninn á því sem Guðs er og þess sem heimsins er. Verndum börnin okkar,“ segir hann.

Þumal setja meðal annars Örn Bárður Jónsson, fyrrverandi sóknarprestur við Neskirkju.

Sterk tengsl við kirkjuna

Þó að sumir kirkjunnar menn séu ósáttir við hrekkjavökuna þá á hún reyndar sterk tengsl við kristni. Hátíðin er heiðin keltnesk uppskeruhátíð að uppruna en var tekin yfir af kirkjunni eins og svo margar aðrar. Fékk hún þá heitið allra heilagra messa, eða All hallows eve, þar sem allir dýrlingarnir voru tilbeðnir.

Um aldir var haldið upp á allra heilagra messu í Skotlandi og Írlandi en innflytjendur fluttu siðinn með sér til Norður Ameríku á 19. öld. Þar þróaðist hátíðin frá því að verða kirkjuleg í alþýðlega hátíð þar sem fólk klæðir sig upp sem ófreskjur og börn ganga húsa á milli til að sníkja sælgæti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“