fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Segja yfir 8 þúsund látna á Gaza – „Þetta er afar sorglegir dagar“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. október 2023 07:07

Árásir Ísraelshers á Gaza fara stigvaxandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisyfirvöld á Gaza-ströndinni segja að yfir 8.000 manns hafi látið lífið í árásum Ísraelshers hingað til, meirihluti þeirra konur og börn. Yfir 20 þúsund eru sagðir hafa særst. Árásirnar hafa farið stigvaxandi enda „annað stig“ aðgerðanna hafið af fullum þunga eins og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, orðaði það. Þessi fjöldi látinna á sér engin fordæmi í sögu átaka Ísraels og Palestínu og sama gildir um þá 1.400 einstaklinga sem hafa látist Ísraelsmeginn. Flestir þeirra í árásum Hamas þann 7. októbert síðastliðinn sem kveikti eldinn í púðurtunnunni.

Lítið hefur verið um að hjálpargögnum sé hleypt inn á svæðið en í gær fengu á fjórða tug vörubíla að keyra inn á Gaza frá Egyptalandi með  vatn, mat, lyf og ýmsar nauðsynjar. Það var þó aðeins dropi í hafið miðað við þá brýnu þörf sem er á svæðinu. Örvæntingafullir íbúar Gaza brutust meðal annars í vörugeymslu til að nálgast nauðsynjarnar enda fer hungur og örvænting íbúa vaxandi.

Fjarskiptasambandi við Gaza var aftur komið á í gær eftir að einn öflugasta loftárás Ísraelshers til þessa sló út fjarskiptasamband seint á föstudag.

Karim Khan, yfirsaksóknari hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum, lýsti því samtali við Mirror að hann hefði ekki fengið að fara yfir til Gaza en að þjáningar íbúa væru gríðarlegar. „Þetta er afar sorglegir dagar,“ sagði Khan, sem hefur rannsakað framferði stríðandi fylkinga síðan árið 2014.

Búist er við að Saudi-Arabía, eina arabaríkið með sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, muni leggja fram binandi tillögu þess efnis að gert verði mannúðarhlé á árásunum í Gaza. Óvíst er hvernig tekið verður í tillöguna en fyrr í mánuðum beittu Bandaríkin neitunarvaldi sínu gagnvart drögum að slíkri tillögu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta