fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

Heróín fannst á manni á Akureyri – Taldi sig vera að kaupa MDMA – „Getur steindrepið þig ef þú tekur of stóran skammt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 30. október 2023 18:55

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur undir höndum sektargerð frá Lögreglustjóranum á Norðulandi eystra þar sem manni er boðið að greiða 75.000 krónur í sekt fyrir vörslu á 0,33 grömmum af heróíni, og vera þar með laus allra mála.

Maðurinn ákvað að senda DV mynd af skjalinu í gegnum félaga sinn til að vara fólk við. Atvikið sem um ræðir átti sér stað í mars á þessu ári en undanfarna mánuði hefur maðurinn verið án fíkniefna og er á batavegi frá fíkn sinni.

Samkvæmt upplýsingum frá félaga mannsins var maðurinn að skemmta sér á Akureyri er hann keypti það sem hann taldi vera skammt af MDMA, lyf með alsæluvirkni. Hann var tekinn með fíkniefnið á sér en við greiningu kom í ljós að ekki var um MDMA að ræða heldur heróín.

„Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að heróín getur steindrepið þig ef þú tekur of stóran skammt af því, en ekki MDMA,“ segir vinur mannsins og viðmælandi DV, sem hefur að baki langa edrúgöngu en þekkir vel til í fíkniefnaheiminum. Hann bendir á eftirfarandi:

„Menn mynda ákveðið þol gagnvart MDMA og þurfa stærri skammt. Ef maður með slíka neyslusögu tekur inn heríón og heldur að það sé MDMA þá getur voðinn verið vís.“

Flestir telja að heróín fyrirfinnist ekki á Íslandi en viðmælandi DV segir að raunin sé önnur:

„Þetta efni er í umferð hér. Ég veit að flestir íslenskir dílerar vilja ekki sjá það en ég held að þetta hafi breyst með tilkomu erlendra aðila á markaðinn, það er orðin meiri ósvífni í þessu.“

Báðir mennirnir telja mikilvægt að koma þessum upplýsingum á framfæri til að vara við, enda geti heróín verið banvænt í of stórum skömmtum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis
Fréttir
Í gær

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“