fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Hamas sagt hafa afhöfðað þýsk-ísraelska Instagram-stjörnu – Faðir hennar andmælir því

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 30. október 2023 19:30

Shani Louk. Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar víða um heim greindu frá því í dag að staðfest hafi verið að hin 22 ára gamla Shani Louk, sem var þýsk-ísraelsk og húðflúrlistamaður og Instagram-stjarna, væri látin. Því hefur verið haldið fram að liðsmenn Hamas-samtakanna hafi afhöfðað hana en faðir hennar segir svo ekki vera.

Louk var ein gesta Nova-tónlistarhátíðarinnar í Ísrael sem Hamas-samtökin réðust á 7. október síðastliðinn með þeim afleiðingum að um 300 gestir voru myrtir. Það vakti hins vegar heimsathygli og myndir voru birtar um allan heim af því þegar Hamas-liðar keyrðu um með Louk, meðvitundarlausa og klæðalitla, aftan á pallbíl og virtust þeir vera að sýna ungu konuna eins og hvern annan verðlaunagrip. Óljóst er hvort Louk var þá þegar látin.

Fjölmiðlar kafa misdjúpt í hvernig dauða Louk bar nákvæmlega að. CNN greinir til að mynda aðeins frá því að ísraelsk yfirvöld hafi staðfest að Louk, sem var bæði ísraelskur og þýskur ríkisborgari, sé látin. Móðir hennar hafði séð myndbandið af dóttur sinni á pallbílnum og gat ekki séð af því hvort hún væri lífs eða liðin.

Daily Mail vitnar hins vegar í samtal forseta Ísrael, Isaac Herzog, við þýska blaðið Bild. Forsetinn sagði við Bild að höfuðkúpa Louk hefði fundist sem þýddi að þessi „sadísku villidýr“, eins og hann kallaði Hamas-liða, hefðu afhöfðað hana. Hann sagði um mikinn harmleik að ræða og vottaði fjölskyldu Louk sína dýpstu samúð.

Í umfjöllun ísraelska fjölmiðilisins Jerusalem Post  segir hins vegar að lík Louk hafi fundist fyrr í dag. Í fréttinni segir einnig að fjölskylda Louk hafi fengið formlega tilkynningu um það frá ísraelskum yfirvöldum að bein úr höfuðkúpu hafi fundist sem DNA-sýni sanni að sé úr Louk. Engin manneskja geti lifað án þessa beins og því hafi fjölskyldunni verið tilkynnt að hún væri látin. Miðað við frétt Jerusalem Post virðist beinið úr höfuðkúpunni hafa fundist fyrst og fjölskyldunni verið tilkynnt um það í gær en það sem eftir var af líkama Louk fundist fyrr í dag. Jerusalem Post segir enn ekki ljóst hvernig dauða Louk bar nákvæmlega að.

Jerusalem Post greinir enn fremur frá því að systir Louk hafi staðfest í færslu á Instagram að hún væri látin.

Það sama gerði móðir hennar í samtali við þýsku sjónvarpsstöðina RTL.

Segir dóttur sína ekki hafa þjáðst

Móðir Louk hafði áður tjáð CNN að hún hefði fengið fregnir af því að dóttir sín væri á lífi en henni væri haldið í gíslingu á Gazasvæðinu. Jerusalem Post segir ekki ljóst á þessari stundu hvort nokkur sannleikur hafi verið á bak við þær fregnir.

Fyrstu dagana og vikurnar eftir árásina grátbáðu móðir hennar og frænka þýsk stjórnvöld að beita sér fyrir frelsun Shani. Þær fullyrtu að þær hefðu upplýsingar um að hún væri enn á lífi en illa slösuð.

Í frétt sinni af málinu greinir Daily Mail hins vegar frá því að faðir Shani Louk, Nissim Louk, fullyrði að Hamas-liðar hafi skotið dóttur hans til bana strax á tónlistarhátíðinni sjálfri, þann 7. október, og hún hafi ekki þjáðst. Þetta sagði hann eftir að Isaac Herzog fullyrti að hún hefði verið afhöfðuð.

Louk var á tónlistarhátíðinni ásamt kærastanum sínum Orión Hernández Radoux sem er mexíkóskur ríkisborgari. Talið er að honum hafi verið rænt líka en skilaboð voru send úr síma hans á arabísku. Ekki er vitað hvort hann er enn á lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ísland öruggasti áfangastaðurinn fyrir árið 2025

Ísland öruggasti áfangastaðurinn fyrir árið 2025
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum
Fréttir
Í gær

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“
Fréttir
Í gær

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni
Fréttir
Í gær

Egill neitar að fjalla um bók Björns í Kiljunni – „Það er einkennileg ákvörðun“

Egill neitar að fjalla um bók Björns í Kiljunni – „Það er einkennileg ákvörðun“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn lýsa því sem er ódýrt á Íslandi – „Oreo og Capri Sonne er fáránlega ódýrt“

Ferðamenn lýsa því sem er ódýrt á Íslandi – „Oreo og Capri Sonne er fáránlega ódýrt“