fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Frekari rannsókna þörf á andláti Friends-leikarans

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. október 2023 06:09

Vinirnir Matthew Perry og Lisa Kudrow á góðri stund Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frekari rannsókna er þörf á dánarorsök stórstjörnunnar Matthew Perry. Þetta er niðurstaða réttarmeinafræðinga í Los Angeles sem rannsökuðu líkið. Eins og komið hefur fram fannst Perry, sem var 54 ára gamall, látinn í heitum potti við heimili sitt í Los Angeles. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.

Fulltrúi Lisu Kudrow, stórvinkonu leikarans, lét hafa eftir sér að stjarnan væri miður sín vegna andláts Perry enda töldu nánustu vinir hans að hann væri að feta beinu brautina. „Það vill enginn trúa því að lyfjamistnotkun hafi verið valdur að dauða hans en það er samt eitthvað sem allir óttast. Þau halda að hann hafi tekið eitthvað sem að ,“ sagði viðkomandi í samtali við Daily Mail. 

Í yfirlýsingu frá leikkonunni kom fram að hún væri miður sín vegna fráfalls leikarans og dauði hans virtist óraunverulegur fyrir leikarahópinn fræga sem hefur staðið þétt saman alla tíð. Sagði Kudrow að vinirnir myndu sannarlega mæta í jarðaför leikarans og mögulega myndi hún ættleiða hundinn hans.

Glíma Perry with áfengi og eiturlyf var á allra vitorði og var hann sjálfur opinskár með þá baráttu. Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greindi frá því að rannsakendur hefðu fundið þunglyndis- og kvíðalyf á heimili hans en engin ólögleg lyf.

Þá hefur verið greint frá því að Perry hafi kvartað undan óvanalega mikilli þreytu undanfarna daga. Hann var mikill aðdáandi íþróttarinnar pickleball sem hann spilaði daglega og hafði gert það daginn sem hann lést. Spilafélagi hans, sjónvarpsmaðurinn Billy Bush, staðfesti að Perry hafi hætt fyrr að spila þennan dag út af sleni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“