fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Staðfestir að Donald Trump hafi viðhaft ummæli sem þykja svívirðileg

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. október 2023 14:00

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Donald Trump á fundi árið 2018. John Kelly, sem sést til hliðar við Trump, horfir á.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Kelly, sem var sá sem lengst gegndi stöðu skrifstofustjóra Hvíta hússins (e. White House Chief of Staff) í forsetatíð Donald Trump sem stóð frá 2017-2021, hefur sent CNN yfirlýsingu. Í yfirlýsingunni staðfestir Kelly, sem gegndi stöðunni frá 2017-2019, sögur sem lengi hafa gengið um að bak við luktar dyr hafi Trump viðhaft ummæli í garð núverandi og fyrrverandi hermanna í bandaríska hernum sem mörgum Bandaríkjamönnum þykja svívirðileg.

Kelly segir að Trump hafi sagt að fólk sem hafi gegnt herþjónustu fyrir Bandaríkin og jafnvel særst í bardögum eða verið tekið til fanga og pyntað hafi látið gabba sig (e. suckers) því það hafi ekkert grætt á því persónulega. Hann segir ennfremur að Trump hafi ekki viljað sjást í námunda við hermenn sem misst höfðu útlimi í átökum því það myndi ekki líta vel út fyrir hann. Trump hafi að auki sýnt fjölskyldum fallinna hermanna opinbera fyrirlitningu til að mynda í kosningabaráttunni 2016. Enn fremur hafi Trump kallað hermenn sem hafi fórnað lífi sínu til að verja Bandaríkin aumingja (e. losers) og neitað að heimsækja leiði bandarískra hermanna í Frakklandi.

Í yfirlýsingunni segir Kelly einnig meðal annars að Donald Trump dái harðstjóra og einræðisherra sem hafi mannslíf á samvisku sinni. Forsetinn fyrrverandi skilji ekki hvað Bandaríkin standi fyrir og fyrirlíti lýðræðislegar stofnanir landsins, stjórnarskránna og ekki síst lög og rétt.

Með yfirlýsingunni staðfestir Kelly að Trump hafi viðhaft ýmis ummæli sem höfð voru eftir honum í frétt fjölmiðilsins The Atlantic árið 2020. Meðal þeirra er að á degi til minningar um fallna hermenn, árið 2017, hafi Trump sagt við Kelly, þar sem þeir voru staddir í þjóðargrafreit Bandaríkjanna í Arlington, við leiði hermanna sem féllu í Afganistan og Írak:

„Ég skil þetta ekki. Hvað græddu þeir á þessu?“

Kallaði stríðshetjur aumingja

Trump á einnig bágt með að skilja hvers vegna svo mikil virðing er borin í Bandaríkjunum fyrir fyrrverandi stríðsföngum og herflugmönnum sem skotnir hafa verið niður. Hann hefur gert til að mynda opinberlega lítið úr John McCain heitnum sem var stríðsfangi í Víetnamstríðinu og síðar öldungadeildarþingmaður. Trump hafnar því að McCain hafi verið stríðshetja. Bak við luktar dyr gekk Trump raunar svo langt að kalla McCain aumingja (e. loser) og sama orð notaði hann um George H.W. Bush, forseta Bandaríkjanna frá 1989-1993, sem var herflugmaður í seinni heimsstyrjöldinni en var skotinn niður. Með yfirlýsingu sinni staðfestir John Kelly að þetta hafi Trump sannarlega sagt um þessa tvo menn.

CNN bar staðfestingu John Kelly undir núverandi starfslið Donald Trump en nafngreindi Kelly aðeins sem fyrrverandi háttsettan embættismann frá stjórnartíð forsetans fyrrverandi. Teymi Trump dró hins vegar þá ályktun að um væri að ræða fyrrverandi formann herforingjaráðsins (e. Joint Chiefs of Staff) Mark Milley. Í svari til CNN fyrir hönd Trump var gert lítið úr Milley og viðhöfð móðgandi ummæli í hans garð.

Kelly staðfestir einnig ummæli sem höfð voru eftir Trump í frétt The Atlantic og varða heimsókn forsetans til Frakklands árið 2018 í tilefni af því að þá voru 100 ár frá lokum fyrri heimsstryjaldarinnar. Forsetinn vildi ekki heimsækja kirkjugarð í nágrenni Parísar þar sem fjölmargir bandarískir hermenn eru grafnir og mun hafa sagt:

„Af hverju ætti ég að fara í þennan kirkjugarð? Hann er fullur af aumingjum.“

Vill ekki sjá særða hermenn

Í annari ferð  til Frakklands árið áður, 2017, sagði Trump við Kelly að hann vildi ekki hafa særða hermenn í skrúðgöngu hermanna sem hann vildi skipuleggja til heiðurs sjálfum sér. Þegar Kelly sagði við Trump að þessi hópur samanstæði af mestu hetjum Bandaríkjanna, fyrir utan þá hermenn sem hefðu fallið, svaraði forsetinn:

„Ég vill ekki hafa þá. Það lítur ekki vel út fyrir mig.“

Þegar áðurnefndur Milley tók við stöðu formanns herforingjaráðsins var hermanni sem hafði særst mjög illa boðið að syngja við sérstaka athöfn af því tilefni. Í nýlegri frétt The Atlantic er Trump sagður hafa sagt við Milley:

„Af hverju kemurðu með svona fólk hingað? Það vill enginn sjá þetta, hina særðu.“

Kelly vísar einnig í yfirlýsingu sinni til ummæla sem Trump viðhafði nýlega um Milley á samfélagsmiðli sínum en forsetinn fyrrverandi sagði þá að fyrr á tímum hefði Milley verið tekinn af lífi. Umkvörtunarefni forsetans fyrrverandi snýr að því að undir lok tíðar hans í embætti hringdi Milley í æðstu menn kínverska hersins til að fullvissa þá um að Trump hefði ekki í hyggju að gera árás á kínversk hernaðarskotmörk eins og þeir óttuðust. Embættismenn Trump munu hafa veitt samþykki fyrir símtalinu. Í hinum nýlegu ummælu sínum sagði Trump þetta símtal hafa verið hræðilegt.

Fleiri fyrrverandi embættismenn og ráðherrar frá stjórnartíð Donald Trump hafa meðal annars sagt að forsetinn fyrrverandi hafi iðulega sett sína eigin hagsmuni framar hagsmunum Bandaríkjanna. Þessir aðilar taka undir með John Kelly að Trump hafi ítrekað gert lítið úr særðum og látnum hermönnum og það sé ekki rétt sem hann hafi fullyrt að enginn forseti í sögu Bandaríkjanna hafi verið jafn hallur undir herinn og hann.

Eins og kunnugt er hefur Donald Trump boðið sig fram til forseta á ný en forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum á næsta ári.

Í lok yfirlýsingar sinnar segir John Kelly:

„Það er ekkert meira sem hægt er að segja. Guð hjálpi okkur.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við