fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Skæð fuglaflensuveira af stofni sem ekki hefur greinst á Íslandi áður fannst í haferni og æðarfugli

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. október 2023 15:47

Haförn í Noregi/Wikimedia: Yathin S. Krishnappa. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun greindi frá því á vefsíðu sinni fyrr í dag að í sýnum sem tekin voru úr haferni sem fannst dauður á skeri úti fyrir Barðaströnd um miðjan september hafi fundist skæðar fuglaflensuveirur af stofni sem hafi ekki greinst hér á landi áður og sé ekki algengur, HPAI H5N5. Í dag hafi síðan stofnuninni borist upplýsingar, frá Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum, um að æðarfugl sem fannst dauður á Ólafsfirði fyrir skömmu hafi verið smitaður af sama stofni fuglaflensuveiru.

Matvælastofnun segir þessar greiningar undirstrika mikilvægi þess að tryggja góðar sóttvarnir í umgengni við alifugla og aðra fugla í haldi. Stofnunin minnir jafnframt á að tilkynningar frá almenningi um fund á veikum og dauðum villtum fuglum eru lykilatriði í eftirliti með tilvist og útbreiðslu fuglaflensu .

Fáar tilkynningar um veika eða dauða villta fugla hafi borist Matvælastofnun frá því í vor, eftir að fjöldadauði í ritum, lundum og öðrum svartfuglum dvínaði. Áður hafi verið upplýst að fuglaflensa greindist ekki í þeim. Frá og með júlímánuði hafa einungis verið tekin fimm sýni úr villtum fuglum. Þrjú þeirra reyndust neikvæð með tilliti til fuglaflensu en tvö jákvæð, áðurnefnd sýni úr haferni og æðarfugli.

Veirurnar sem greindust í þeim sýnum  eru af stofni HPAI H5N5 sem er ekki algengur og segir Matvælastofnun þetta fyrstu greiningar þessa stofns hér á landi. Spurningar vakni um hvaðan veiran hafi borist. Stofninn sem hafi verið ríkjandi í Evrópu og víðar síðan í október 2021 sé HPAI H5N1. Á sama tímabili hafi HPAI H5N5 einungis greinst í fjórum sýnum í Evrópu, öll úr villtum fuglum í Noregi og Svíþjóð, og í örfáum sýnum úr villtum fuglum, rauðrefi og skunki í austurhluta Kanada. Með heilraðgreiningu veiranna úr haferninum og æðarfuglinum verði vonandi hægt að skera úr um hvort þessi stofn hafi borist frá Evrópu eða nú síðsumars með komu farfugla frá varpstöðvum vestan Atlantshafs.

Matvælastofnun áréttar að miðað við þau gögn sem liggja fyrir á þessum tímapunkti megi ætla að útbreiðsla skæðra fuglaflensuveira sé lítil hér á landi og smithætta fyrir alifugla og aðra fugla í haldi því lítil. Eftir sem áður sé mikilvægt að allir fuglaeigendur gæti sóttvarna. Matvælastofnun biður almenning um að halda áfram að tilkynna um fund á veikum og dauðum villtum fuglum. Tilkynningarnar séu mjög mikilvægur liður í vöktun á tilvist og útbreiðslu smits.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Í gær

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt