fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Mannslátið í Bátavogi – Konan nú grunuð um manndráp

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. október 2023 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar vendingar hafa orðið í rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á mannsláti í fjölbýlishúsi við Bátavog laugardagskvöldið 21. september síðastliðinn. Konan sem situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins er núna grunuð um manndráp.

Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmasson aðstoðaryfirlögregluþjónn. DV spurði hann hvort niðurstöður væru komnar úr krufningu á líki mannsins og svaraði Ævar: „Það eru ekki komnar niðurstöður úr krufningu en það er grunur um manndráp og málið er rannsakað sem slíkt.“

Áður hefur komið fram í fréttum að áverkar voru á manninum en ekki hefur legið fyrir hvort þeir hafi leitt til dauða hans. Aðspurður segir Ævar að einhverjar upplýsingar hafi komið úr krufningu sem orsaki þetta mat lögreglunnar þó að krufningarniðurstöður liggi ekki fyrir.

Gæsluvarðhald yfir konunni rennur út á morgun og búast má við framlengingu gæsluvarðhalds í ljósi stöðunnar. Ævar vill þó ekkert tjá sig um það fyrr en kemur að lokum gæsluvarðhaldsúrskurðarins í eftirmiðdaginn á morgun. „Það kemur bara í ljós á morgun,“ segir hann.

Aðspurður vildi Ævar ekkert tjá sig um hvernig yfirheyrslur hafi gengið yfir konunni og hvort hún hafi verið samvinnufús en hún hefur verið í haldi lögreglu allt frá laugardagskvöldinu 21. september.

Varðandi önnur sönnunargögn en krufningu við rannsókn málsins segir Ævar: „Það eru náttúrulega allir þættir og vinklar skoðaðir, það er verið að taka skýrslur af vitnum, meðal annars nágrönnum.“

Ævar upplýsir að andlátið hafi borið að á sameiginlegu heimili fólksins, ljóst er því að þau voru sambúðarfólk. Maðurinn var á sextugsaldri en konan er fædd árið 1981.

Konan er 20 árum yngri. Hún hefur komið við sögu lögreglu og hefur minnst fjóra refsidóma að baki, allt vegna fíkniefnamála. Hún hefur strítt við fíkn og var borin út af heimili sínu fyrir nokkrum misserum í kjölfar nágrannadeilna. Hefur hún nokkuð fjallað um það á samfélagsmiðlum og talið sig hafa verið beitta órétti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“