fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Lára heitir nú Lára Zulima

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 3. október 2023 10:00

Lára vann mál hjá Mannafnafnanefnd í gær og fékk Zulima samþykkt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Lára Ómarsdóttir vann mál hjá Mannanafnanefnd og heitir nú Lára Zulima Ómarsdóttir. Uppruni nafnsins er óþekktur en það á sér sögu í móðurætt Láru.

„Frá því að ég var barn fannst mér þetta nafn áhugavert. Mér fannst það skrýtið og skemmtilegt,“ segir Lára.

Móðuramma hennar hét Lára Stefanía Zulima Sigfúsdóttir, látin árið 1972. Langömmusystir Láru hét Stefanía Zulima. Lára veit ekki hvers vegna þær hétu þessu nafni.

Átti að verða listamannsnafn

„Þegar ég varð stálpuð ætlaði ég að vera listakona eða ljóðskáld og Zulima átti að verða listamannsnafnið mitt. En svo varð ég aldrei listakona, að minnsta kosti ekki í hefðbundnum skilningi,“ segir Lára.

Hún gleymdi hins vegar ekki nafninu og langaði alltaf að gera eitthvað við það. Hún fór að læra um nafnið og reyna að komast að upprunanum. Afar fáar konur á Íslandi hafa heitið þessu nafni. Þó tvær í manntali fyrir um hundrað árum síðan. Líklega kemur nafnið frá annað hvort kristni eða islam.

Fyrr á þessu ári stofnaði Lára fyrirtæki og heimasíðuna Zulima.is, þar sem hún auglýsir starfskrafta sína og hæfni. Síðan ákvað hún loks að slá til og breyta nafninu sínu hjá Þjóðskrá.

Í hættu á að glatast

„Hefðarrétturinn er 70 ár þannig að nafnið var í hættu á að detta út,“ segir Lára. Hún hélt að það væri lítið mál að breyta nafninu og að hún þyrfti að eins að skrá það hjá Þjóðskrá en hún þurfti loks að fara í gegnum Mannanafnanefnd.

„Nafnið uppfyllir engar kröfur um íslenskt nafn nema þennan hefðarrétt,“ segir Lára. Nafnið er ekki í samræmi við ritreglur íslensks máls og það byrjar á stafnum z sem hefur verið tekinn út úr íslensku stafrófi fyrir margt löngu.

Í gær úrskurðaði nefndin Láru í vil og má hún bera nafni. Lára segist hafa viljað breyta nafninu í Lára Zulima, sem sagt taka út föðurnafnið og gera Zulima að ættarnafni. En samkvæmt íslenskum lögum var það ekki mögulegt.

Þá segist Lára endilega vilja að hún verði kölluð Lára Zulima héðan í frá. „Mér finnst þetta fallegt og skemmtilegt nafn. Sérstakt mjög og væri gjarnan til í að fá að vita hvaðan það kemur og hvernig það barst til Íslands,“ segir Lára.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu