fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Hvetja fólk til að taka þátt í garðfuglakönnun – Starar og þrestir vitlausir í hafragraut

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 29. október 2023 09:00

Guðni er félagi í Fuglavernd og þáttakandi í garðfuglakönnuninni. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fuglavernd hvetur fólk til þess að taka fram sjónaukana og pennana og taka þátt í árlegri garðfuglakönnun. Auðvelt er að taka þátt og fróðlegt að sjá breytingarnar ár frá ári.

„Ég hef séð fjallafinku birtast í garðinum hjá sér sem er nokkuð sjaldgæfur flækingur og líka smyril,“ segir Guðni Sighvatsson félagi í Fuglavernd og þátttakandi í garðfuglakönnuninni.

Undanfarin ár hafa um 20 heimili tekið þátt en vonir standa til að aukning verði í ár. Þátttakendur þurfa ekki að skrá sig. Þeir geta fyllt út eyðublöð sem finna má á vef Fuglaverndar og skilað þeim í lok tímabilsins, 27. apríl næstkomandi.

Fóðrar garðfugla

Guðni segir að hér sé um að ræða vísindi almennings. Leitað sé til almennings til að skrá upplýsingar um þá staðfugla sem heimsækja garða heimila fólks eða vinnustaða. Bæði tegundirnar og fjöldann, það er hæstu skráningu hverrar tegundar í hverri viku.

Guðni hefur fundið smyril í garðinum hjá sér. Mynd/aðsend

Guðni fóðrar garðfugla og segir að það sé lykilatriði til að laða þá að. Mjög sniðugt sé að vera með fóðurskammtara og fræ til að fá fjölbreytta flóru, eða réttara sagt fánu, í garðinn.

„Ég elda hafragraut og skef afganginum út í garð. Þetta er allt horfið þegar ég kem heim. Stararnir og þrestirnir eru vitlausir í þetta á meðan finkurnar og smáfuglarnir eru meira í fræjunum,“ segir Guðni.

Skógarfuglar í sókn

Á Íslandi eru tiltölulega fáar fuglategundir og nokkuð auðvelt er að þekkja þær í sundur. Guðni segir að það komist fljótt upp í vana að þekkja þær.

Algengustu tegundirnar eru auðnutittlingar, starar og svartþrestir. Skógarþrestirnir fara flestir til heitari landa á veturna.

„Landið er að breytast með aukinni skógrækt og við erum farin að sjá fleiri skógarfugla hérna. Til dæmis glókolla sem er minnsti fugl í Evrópu. Hann birtist alltaf á veturna,“ segir Guðni.

Lendi fólk í vanda við að bera kennsl á garðfugl er auðvelt að fletta útlitinu upp í Fuglavísi Jóhanns Óla Hilmarssonar, sem er til á flestum heimilum, eða á Fuglavefnum. Íslendingar séu hins vegar almennt nokkuð fróðir um fugla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar