fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fréttir

Egill vildi stillingu en fékk storm af skömmum — „Jæja góði, það vantar ekki yfirlætið í þig”

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 29. október 2023 22:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason tjáði sig um mál Séra Friðriks Friðrikssonar í færslu á Facebook fyrr í dag og hvatti fólk til stillingar í athugasemdum og niðurrifi styttu af honum. Best væri að lesa bókina sem nýkomin er út um sérann áður en menn fari að tjá sig um málið. 

Sjá einnig:  Egill hvetur til stillingar varðandi séra Friðrik

Það er óhætt að segja að færsla Egils vakti mikil og misjöfn viðbrögð. Höfundur bókarinnar, Guðmundur Magnússon sagnfræðingur, þakkar Agli fyrir hans orð. 

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og Páll Valsson bókaútgefandi eru á meðal þeirra sem eru á sama máli og Egill.

„Því miður þá er fólk ekki að lesa neitt það er að öskra á netinu,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens.

Sigurður Þór Guðjónsson rithöfundur bendir á að fólk sé að bregðast við ákveðnum upplýsingum úr bókinni, ekki bókinni í heild sinni og spyr hverju Egill og Guðmundur bjuggust: „Það komu fram ákveðnar skýrar upplýsingar í viðtalnu um sérstakt atriði. Það er við þeim upplýsingum sem fólk er fyrst og fremst að bregðast og það þarf ekki að hafa lesið alla bókina til að bregðast við ÞEIM þó eflaust hafi viðbrögð sumra verið mis skynsamleg og mis sanngjörn. Við hverju bjuggust þið eiginlega? Alveg óþarfi að finna að fólki, miðað við málavexti og er í rauninni tóm látalæti. Þetta er allt á ykkar ábyrgð. Bókin hefði t.d. alveg gera komið út án þessarar sérstöku kynningar. – Með vinsemd og virðingu.“

Gunnar Smári Egilsson stjórnarformaður Samstöðvarinnar segir kröfu Egils fráleita og spyr hvort aðeins þeir hafi málfrelsi sem lesið hafi bókina:

„Þetta finnst mér fráleit krafa og ég sé ekki hvernig hún ætti að ná fram að ganga. Að enginn hafi málfrelsi um það sem kom fram í viðtali þínu við Guðmund nema þau sem lesið hafa bókina. Ég get vel skilið að sumt fólk vilja bara alls ekki lesa bókina, þar með taldir þeir uppkomnu drengir sem séra Friðrik kjassaði og kyssti. Líka önnur uppkomin börn sem neydd hafa verið til samvista við menn með alvarlega barnagirnd. Og svo er okkur frjálst að tala um þetta mál án þess að fara í einhvern kúrs hjá ykkur Guðmundi, því saga séra Friðriks og þau tök sem Guðmundur kýs að taka þá sögu, er aðeins einn útkjálki af víðtæku samfélagslegu meini, krabbameini sem er að valda skaða.“

Egill svarar Gunnari með orðunum: „Einföld krafa um að menn kynni sér mál áður en þeir ræða þau. Veit ekki hvort það gildir hjá sósíalistum en þar er nú einn sóðalegasti umræðuvettvangur á Íslandi.“ Sem Gunnar svarar aftur með: „Jæja góði, það vantar ekki yfirlætið í þig.“

Orrahríð þeirra Egils og Gunnars hélt síðan áfram í athugasemdum við færslu Egils. 

Gagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson bendir á það sem Agli átti að vera ljóst og raunar öllum sem teljast málsmetandi í samfélagsumræðunni og segir Egill og Guðmund bera eina fulla ábyrgð á hvernig umræðan hefur þróast:

„Ég held að þú sért alveg nógu reyndur fjölmiðlamaður til að hafa vitað nákvæmlega hver viðbrögðin myndu verða: mega uppsláttur í fjölmiðlum og samfélagið nánast komið á hliðina. Að hér er um að ræða óhemju viðkvæm mál sem fullt af fólki er tilbúið til að tjá sig um út frá tilfinningunum einum saman þarf nú varla að segja ykkur GM. Auk þess var þetta nánast hið eina sem þið töluðuð um í viðtalinu, þannig að einhverju hafið þið augljóslega sleppt af þessum 500 síðum! Amk var afar lítið rætt um hlutverk KFUM og K í samtmanum sem maður hefði þó haldið að væri eitt af höfuðatriðum bókarinnar og tilefni til að halda minningu sr Friðriks á lofti. Þetta vakti strax furðu mína þegar ég hlustaði á viðtalið fyrir nokkrum dögum., en er svo sem alveg í takt við þau yfirborðslegu vinnubrögð sem tíðkast í þætti þínum. Ef þér finnst viðbrögðin nú á einhvern hátt öfgakennd og „ómálefnaleg“, þá berið þið Guðmundur – og ekki síst þú – ykkar ábyrgð á því.“

Arngrímur Vídalín lektor í íslenskum bókmenntum bendir á það sem komið hefur fram utan bókar: 

„Auðvitað á fólk sem vill grufla í þessu að lesa bókina. Hins vegar hefur eftirfarandi þegar komið fram utan bókar:

  1. Maður leitaði til höfundar og sagðist hafa verið misnotaður kynferðislega af sr. Friðrik. Höfundur virðist ekki draga þá frásögn í efa og það ættum við heldur ekki að gera.
  2. Stígamót hafa gefið út að fleiri en einn hafi leitað til Stígamóta vegna sr. Friðriks. Það væri enn undarlega að draga það í efa og þetta tvennt ætti að duga okkur. En fleira bætist þó við.
  3. Bókmenntafræðingur við Háskóla Íslands segist hafa þurft að draga af sér í greiningu á skáldsögu eftir sr. Friðrik vegna skorts á betri vitnisburði um það sem hún fann í textanum — vitnisburði sem nú er kominn fram, sbr. liðir 1 og 2, og staðfestir greiningu hennar.
  4. Fjöldi fólks segist nú hafa vitað um þetta í áratugi og segist hissa á því að þetta komi fólki svona á óvart. Nú veit ég ekkert hvað er að marka slíkar sögusagnir en allt leiðir hér að sama brunni.

Að þessu samanteknu þá finnst mér ekki mikið mál þó að einhver hylji styttu af séranum með svörtu laki (einhver sem jafnvel las bókina, hvað vitum við?). Frekari aðgerðir í kjölfar þessara yfirlýsinga allra hef ég ekki orðið var við (enn hefur engin ákvörðun verið tekin um nefnda styttu, og lakið þegar horfið af henni). Enn síður ætti það að þykja sérkennilegt eða einu sinni óæskilegt að fólk dragi sínar ályktanir af þessu öllu án þess að hafa lesið bókina sjálfa.

Auðvitað væri gott ef frekari upplýsingar kæmu fram, og gott sömuleiðis að fólk kynnti sér bók Guðmundar Magnússonar (sem ég efa ekki að það muni gera). En svona blasir þetta við að svo komnu máli og skyldi engan undra þó fólk taki afstöðu út frá fyrirliggjandi upplýsingum. Viðbrögðin við þessu hefur verið hófstillt samfélagsumræða, fyrst og síðast, sem hlýtur að vera í samræmi við væntingar bókarhöfundar og þáttarstjórnanda sem komu þessu á framfæri til að byrja með, eða hvað?“

Ingi nokkur klikkir út með: „Frábær markaðssetning. Þetta verður örugglega metsölubók.“ Og þar ratast honum líklega rétt á athugasemd.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri