fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Smala bjargað úr sjálfheldu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. október 2023 11:35

Mynd:Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að í gær, fimmtudag, hafi Björgunarsveitin Bára á Djúpavogi fengið aðstoðarbeiðni vegna smalahunds sem hafði ekki gáð nægilega að sér og sat fastur í klettum.

Björgunarfólk hafi haldið af stað inn í Hofsdal inn af Álftafirði þar sem umræddir klettar voru. Eftir nokkra göngu með klifur og sigbúnað á bakinu hafi björgunarfólk komist að hundinum og getað sett upp tryggingar fyrir ofan hann. Vel hafi gengið að síga niður til hans og hafi hann verið þeirri heimsókn afar feginn, sem og að komast í öryggi bakpoka björgunarfólks og þannig úr sjálfheldunni.

Mynd: Aðsend

Í tilkynningunni segir að lokum að engum sögum fari hins vegar af því hvort smalavinna hundsins hafi haldið áfram að þessu loknu eða hvort hann hafi farið heim að jafna sig.

Mynd: Aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tilkynnt um öskrandi mann með hníf í annarlegu ástandi

Tilkynnt um öskrandi mann með hníf í annarlegu ástandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr segir hinn meinta útlendingavanda byggjast á „múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum“

Jón Gnarr segir hinn meinta útlendingavanda byggjast á „múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum“