fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Séra Friðrik hélt mjög upp á nakta drenginn Drumb – „Hann er mjög óþekkur og fæst ekki til að fara í nokkra spjör“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 27. október 2023 11:18

Guðmundur Magnússon sá Drumb á Friðriksstofu árið 2017. Myndir/Skrifhús

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Friðrik Friðriksson, prestur og stofnandi KFUM og K, hélt mikið upp á tréstyttu af nöktum dreng. Sú stytta var kölluð Drumbur. Við gerð útilistaverksins „Séra Friðrik og drengurinn“ sat Friðrik fyrir með styttuna af Drumbi.

Guðmundur Magnússon, höfundur nýrrar ævisögu um séra Friðrik, birtir á síðu sinni Skrifhús sögu af gerð útilistaverksins sem stendur við Lækjargötu. Vitnar hann þar meðal annars í orð prestsins úr síðasta blaðaviðtalinu sem tekið var við hann, í Morgunblaðinu árið 1958. En þar var vikið að tréstyttunni Drumbi.

„Sko, þarna á ég strák, sagði hann, og benti á myndina. Tove Ólafsson tálgaði hana og gaf mér. Mér þykir ákaflega vænt um hana. Drengurinn heitir Drumbur. Hann er mjög óþekkur og fæst ekki til að fara í nokkra spjör, og er svo auðvitað alltaf hræddur um, að ég muni skella hann á rassinn. Sjáðu, hvar hann heldur hendinni, við öllu búinn!“

Styttan af Drumbi er enn þá til og stendur úti í horni í Friðriksstofu, húsakynnum KFUM við Holtaveg.

Hélt mjög upp á styttuna

Drengurinn er kviknakinn en þegar myndhöggvarinn Sigurjón Ólafsson gerði styttuna „Séra Friðrik og drengurinn“ klæddi hann drenginn í stuttbuxur. Tove sem tálgaði Drumb var eiginkona Sigurjóns.

Mörgum þykir styttan orðin óþægileg. Mynd/Listasafn Reykjavíkur

Í færslunni lýsir Guðmundur heimsókn sinni á Friðriksstofu þar sem hann sá styttuna af Drumbi fyrst, árið 2017. Fannst honum hún mjög sérstæð en vissi ekkert um sögu hennar.

„Seinna komst ég að því að séra Friðrik hélt mjög upp á þessa styttu, nefndi hana Drumb og hafði árum saman í bókaherbergi sínu og svefnstofu í húsi KFUM við Amtmannastig,“ segir hann.

Hvítur litur sakleysis

Guðmundur segir að eftir að bókin kom út hafi vaknað spurningar um framtíð styttunnar „Séra Friðrik og drengurinn“ sem mörgum þyki einstakt listaverk. Lýsir hann því hvernig hún var afhjúpuð á sínum tíma.

„Í bókinni kemur fram  að nokkrir góðborgarar í Reykjavík höfðu frumkvæði að því að minnisvarðinn var gerður í byrjun sjötta áratugar síðustu aldar og söfnuðu fé til að kosta verkið. Það var afhjúpað á afmælisdegi séra Friðriks 25. apríl 1955 og hafði Reykjavíkurborg þá tekið við umsjón þess,“ segir Guðmundur. „Þegar verkið var vigt höfðu garðyrkjumenn bæjarins lagað grassvörðinn utan um styttuna með túnþökum og sett haganlega upp blómabeð með hvítum blómum Friðriki til heiðurs. Haft var eftir Hafliða Jónssyni garðyrkjustjóra bæjarins í blöðunum að hvítur litur sakleysis væri við hæfi hins 87 ára gamla öldungs og þess vegna hefði hann valið þennan blómalit.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar