fbpx
Föstudagur 28.febrúar 2025
Fréttir

Sólveig Anna segir þetta vera skömm á íslensku samfélagi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. október 2023 15:31

Sólveig Anna - Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gerir stöðu kvenna innan félagsins að umræðuefni í færslu á Facebook-síðu sinni sem hún birti fyrr í dag. Staða þeirra og annarra verkakvenna sé það slæm að það sé skömm á íslensku samfélagi. Sólveig vísar í tölur sem fengnar eru úr könnun sem Varða – Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins lagði fyrir félagsfólk ASÍ og BSRB í febrúar á þessu ári:

„Um 63% Eflingarkvenna á erfitt með að ná endum saman.

Meira en helmingur Eflingarkvenna býr við þunga byrði af húsnæðiskostnaði.

Um 55% Eflingarkvenna geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr útgjöldum.

Um 50% Eflingarkvenna býr við slæma andlega heilsu.

Eflingarkonur mælast hæstar allra í kulnunareinkennum, en ríflega 53% Eflingarkvenna sýna merki kulnunar.

Hátt í 52% aðfluttra Eflingarkvenna hafa orðið fyrir brotum á vinnumarkaði.“

Sólveig er afdráttarlaus um hvað þessar tölur leiða í ljós að hennar mati og hvað þurfi að gera til að bæta stöðu verkakvenna í Eflingu og öðrum stéttarfélögum:

„Staða verkakvenna er skömm á samfélagi okkar. Ráðast þarf samstundis í að laga kjör þeirra. Ómissandi konur eiga skilið mannsæmandi laun og líf laust við heilsuspillandi áhyggjur og álag.

Berjumst saman fyrir bættum kjörum verka og láglaunakvenna.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

World Class hjónin skála í nýja húsinu – Nágrannar óánægðir með snigilshraða á framkvæmdum

World Class hjónin skála í nýja húsinu – Nágrannar óánægðir með snigilshraða á framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kristján lést í hörmulegu slysi á Þingvallavegi – Safnað fyrir eiginkonu hans og syni

Kristján lést í hörmulegu slysi á Þingvallavegi – Safnað fyrir eiginkonu hans og syni
Fréttir
Í gær

Ólafur segir marga misnota veikindaréttinn: „Upp hafa komið hreint ótrúleg mál“

Ólafur segir marga misnota veikindaréttinn: „Upp hafa komið hreint ótrúleg mál“
Fréttir
Í gær

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi